fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Eyjan

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Pétur Axelsson, forsetaframbjóðandi sem búsettur er í Svíþjóð, hefur sent Hæstarétti bréf sem inniheldur kæru hans á aðdraganda og framkvæmd forsetakosninga 2020.

Ekki er þó hægt að kæra framkvæmd kosninga fyrr en að þeim liðnum samkvæmt kosningalögum.

Telur Axel að RÚV hafi ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar varðandi umfjöllun síns framboðs og hafi með „tómlæti“ og „fullkominni bannfæringu“ á skoðunum hans látið hjá líða að fara eftir lögum.

Þá krefst hann þess að fyrsta stig kosninganna, söfnun meðmælalista, verði dæmt ógilt og ferlið endurtekið, þar sem hann hafi ekki setið við sama borð og aðrir, þar sem hann sé búsettur í Svíþjóð og hafi ekki komist til Íslands vegna kórónuveirunnar.

Vill sönnun á Covid-19

Þá vekur athygli að Axel Pétur, sem sett hefur fram fjölmargar samsæriskenningar á samfélagsmiðlum, telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi „veifað hugsanlegum mörg hundruð milljóna styrkjum til fjölmiðla,“ sem hann fullyrðir að séu „mútur“ til að aðstoða við þöggun framboða til forseta 2020.

Þarna er Axel líklega að vísa til aðgerða ríkisstjórnarinnar sem þann 21. apríl sögðust ætla að veita 350 milljónum til einkarekinna fjölmiðla vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.

Þá vill Axel einnig að lögð verði fram „sönnun“ fyrir tilvist Covid-19 sjúkdómsins, sem réttlætt hafi samkomubannið sem orsakaði hinar „óþolandi“ aðstæður á Íslandi. Hefur hann sagt Covid-19 sjúkdóminn vera blekkingu (hoax) á Facebook síðu sinni.

Þess ber að geta að 10 dauðsföll hafa verið rakin til Covid-19 sjúkdómsins hér á landi.

Er kæran gild?

Samkvæmt áliti lögmanna sem DV hefur leitað til er ólíklegt að hægt sé að kæra framkvæmd kosninga fyrr en eftir að þær hafa farið fram. Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands frá 1945 segir í 11. grein að Hæstiréttur haldi fund með forsetaefnum eða umboðsmönnum þeirra til að úrskurða um ágreining varðandi gildi kjörseðla og á þeim fundi lýsi hann úrslitum kosninganna. Í 14. gr. sömu laga segir að kærur um um ólögmæti f0rsetakjörs skuli sendar hæstarétti eigi síðar en fimm dögum fyrir þennan fund. Af þessu má ráða að lögin virðast gera ráð fyrir að kærur um framkvæmd kosninganna berist til hæstaréttar eftir kjörfund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa