fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Eyjan

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson, kveðst ekki skilja hugmyndafræði um neyslurými, líkt og er nú til umræðu að lögleiða á þingi. Það geti að minnsta ekki komið til athugunar fyrr en neysluskammtar ólöglegra vímuefna verði afglæpavæddir.

„Sjálfur hef ég aldrei verið hrifinn af því að beita neytendum fíkniefna eða annara efna, refsingu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að menn þurfi að bera ábyrgð á eigin hegðun. Ég minnist þess fyrir svona ca. 20-25 árum síðan lagði ég til að menn hættu að refsa fyrir þetta, þá var horft á mig eins og ég væri ekki alveg úr þessari veröld en nú er greinilega hljóðið öðruvísi.“

Leyfa ólöglegt athæfi

Brynjari þykir þó skjóta skökku við að taka svonefnd neyslurými í notkun, þar sem í reynd sé skapaður vettvangur fyrir neytendur vímuefna til að stunda ólöglegt athæfi á kostnað ríkisins, þegar neysluskammtar eru enn refsiverðir.

„Það er auðvitað eitthvað bogið við það þegar mönnum finnst það sjálfsagt að heimila, og meira að segja að hluta á kostnað skattborgenna, að heimila neyslu á ólöglegum efnum.

Finnst honum einnig furðulegt að tala um opnun neyslurýma á sama tíma og til umræðu er að loka spilakössum og enginn vilji til að gefa áfengissölu frjálsa í landinu. Þetta telur hann merki um hræsni og tvískinnung sem hann getur ekki skilið.

Ekki frelsismál

Þingamaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, spurði Brynjar hvort hann væri virkilega að lýsa yfir stuðningi við afglæpavæðingu neysluskammta, því það liggi fyrir frumvarp frá minnihlutanum á þingi um nákvæmlega það frá því í október, en enginn þingmaður Sjálfstæðisflokks hafi viljað taka þátt í flutningi þess.

Brynjar kvaðst ekki kannast við það frumvarp, en þar sem Píratar kæmu að því þá hlyti það að vera gallað að einhverju leyti. Hins vegar játaði hann því að hann telur ekki rétt að refsa mönnum fyrir að neyta fíkniefna. Öðru gildi um söluna á því en neysluskammtar ættu ekki að leiða til refsingar.  Hins vegar þurfi að byrja á réttum enda og því ekki rétt að tala um neyslurými á meðan neysluskammtar eru ólöglegir.

„Þetta er ekki frelsismál ef menn halda það. Þetta er ekki frelsismál og enn síður mannréttindi eins og sumir halda fram í umræðunni. Það er verið að ákveða það að leyfa mönnum að neyta ólöglegra efna í sérstöku rými, sem ennþá eru ólögleg. Við getum talað frelsismál þegar við hættum að refsa fyrir þetta.“

Ekki neyslurými fyrr en neysla er lögleg

Brynjar benti ítrekað á í málflutningi sínum að Píratar sem og aðrir þingmenn hafi haft lítinn áhuga á að gefa frjálsa sölu áfengis, en vilji á sama tíma búa til neyslurými og lögleiða neysluskammta og finnst honum þetta mikil hræsni. Neyslurými séu ekki mannréttindamál og ekki frelsismál.

„Ég ætla ekkert að styðja frumvarp sem heimilar neyslu á ólöglegum efnum sem ennþá eru ólögleg og ég ætla enn síður að kalla það frelsismál eða mannréttindamál. Þetta er bara einhver þvæla“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „

Viðreisn: „Meinsemd íslenskra stjórnmála er kjarkleysi „
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín endurkjörin

Þorgerður Katrín endurkjörin