fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Eyjan

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 11:33

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd -Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 15. júní geta komufarþegar í Leifsstöð farið í sýnatöku vegna Covid-19. Reynist prófið neikvætt þurfa þeir ekki að fara í 2ja vikna sóttkví, en um fimm klukkustundir tekur að fá niðurstöðu. Kostnaðurinn við eitt slíkt próf er allt frá 27 til 50 þúsund krónur og ef tekin eru 1000 próf á dag er kostnaðurinn 27 – 50 milljónir, en óljóst er ennþá hver muni bera þann kostnað. Á blaðamannafundi gáfu ráðherrar þau svör að ríkið myndi greiða fyrir prófin fyrst um sinn, en skoðað yrði hvort ferðamenn yrðu rukkaðir fyrir prófin sjálfir.

Pólski skatturinn

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, segir að þessi kostnaður muni leggjast þungt á pólverja og aðra innflytjendur hér á landi, sem gjarnan nota sumarið til að heimsækja ættingja í heimalandinu. Hann segir að sá hópur muni helst ferðast milli landa í núverandi ástandi:

„Það á t.d. við um Pólverja á Íslandi, sem eru rétt tæplega tuttugu þúsund. Í venjulegu árferði mætti reikna með að helmingur þeirra, eða meira, færu til Póllands í sumarleyfinu að heimsækja ættingja. Í sumar verður þetta dýrara, reikna má með því að fargjöld hækki og svo leggst 200 þús. kr. á ferðakostnaðinn þegar fjögurra manna fjölskylda snýr aftur heim til Íslands. Ef við reiknum með að helmingur Pólverja á Íslandi vildi heimsækja heimalandið í sumar þá myndi hópurinn greiða um hálfan milljarð fyrir sýnatöku í Leifsstöð. Kannski ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn (þótt allir innflytjendur séu auðvitað í sömu aðstæðum),“

segir Gunnar Smári á Facebook.

Skattgreiðendur ekki rukkaðir

Hann vill skoða þá leið að rukka aðeins ferðamenn um kostnaðinn við sýnatökuna, ekki þá sem greiði skatt hér á landi:

„En hvað væri til ráða? Einn kostur væri að rukka ferðamenn um gjald en fella kostnað við sýnatöku inn í almenna heilbrigðiskerfið fyrir fólk sem býr á Íslandi og borgar skatta til samfélagsins. Það eru svipaðar reglur og gilda almennt í heilbrigðiskerfinu, ferðafólk borgar fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu og á síðan mögulega endurkröfu á sjúkratryggingarkerfið í sínu heimalandi. Vonandi tekst ráðherrunum í sínum flumbrugangi að rata á þolanlega lausn. Ég er samt ekki bjartsýnn. Hefur þeim tekist að búa til kerfi sem virkar í kringum brúarlánin eða lokunarstyrkina?“

Kostnaðurinn við sýnatökuna hefur verið gagnrýndur þar sem hann muni líklega fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands, auk þess sem margir ferðamenn gætu freistast til að sleppa því að taka prófin og lofa því í staðinn að fara í 2ja vikna sóttkví, án þess að ætla sér að standa við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“

Ungir jafnaðarmenn krefjast aðgerða – „Á Íslandi hefur útlendingahatur fengið að festa rætur og lifir nú góðu lífi“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður