fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

„Þetta hefði vegið mjög þungt fyrir okkur“ – VG komu í veg fyrir 12-18 milljarða uppbyggingu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. maí 2020 07:55

NATO vildi fara í miklar framkvæmdir á Suðurnesjum. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær þá komu Vinstri græn í veg fyrir að ráðist yrði í framkvæmdir upp á 12 til 18 milljarða á Suðurnesjum á vegum Atlantshafasbandalagsins. Þessum framkvæmdum hefðu fylgt mörg hundruð störf, sum tímabundin en einnig tugir eða jafnvel hundruð fastra starfa.

„Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað. Við stjórnum hins vegar ekki pólitíkinni þar sem sumt er umsemjanlegt og annað ekki.“

Hefur Morgunblaðið eftir Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, um afstöðu VG til málsins. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist 28% í lok apríl.

„Auðvitað hefði verið gott að fá þessi verkefni öll af stað með tilheyrandi starfafjölda. Okkur veitir ekkert af því en svona er pólitíkin. Við stjórnum henni ekki og menn hafa sína afstöðu. Þetta hefði vegið mjög þungt fyrir okkur, en sumt er óviðunandi af hálfu einhverra flokka og við verðum að sýna því skilning.“

Hefur Morgunblaðið eftir Kjartani. Fram kemur að Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, segi að afstaða VG kalli á sérstakan rökstuðning.

„Það er ábyrgðarhluti ef menn ætla að hverfa frá þjóðaröryggisstefnunni með þessum hætti og hunsa þannig mögulegar þarfir í varnarsamstarfi okkar. Ég er undrandi á því hvernig hægt er að leggjast gegn uppbyggingu á borð við þessa. Þetta er uppbygging borgaralegra innviða, sem varnarsamstarf byggist í síauknum mæli á.“

Hefur blaðið eftir henni. Aðspurð sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samtali við Morgunblaðið að henni finnist óviðeigandi að blanda aukinni hernaðaruppbyggingu inn í efnahagsaðgerðir stjórnvalda og að afstaða VG til mála sem þessara sé alveg skýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn