fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Vilja fækka frídögum og frysta laun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tillögum sem fulltrúar Icelandair hafa lagt fyrir samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þá verður frídögum flugmanna félagsins fækkað um allt að fimm og laun þeirra hækka ekki næstu tvö árin. Samkvæmt tillögum Icelandair þá verða laun flugfreyja ekki hækkuð fyrr en í október 2023 en þau hafa ekki hækkað síðan í maí 2018. Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu gætu laun flugfreyja rýrnað um 13% á tímabilinu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Icelandair leggi einnig til að flugfreyjur fái eingreiðslu upp á 202.000 krónur en hún er háð því að af hlutafjárútboði verði.

Icelandair er sagt leggja til að föst laun flugmanna, sem og 2% launahækkun fyrir 60 ára og eldri, breytist ekki og það sama eigi við um desember- og orlofsuppbót. Félagið leggur einnig til að flugmenn muni framvegis fá eitt öruggt helgarfrí mánaðarlega í stað eins og hálfs eins og verið hefur. Þeir muni einnig fá tvö helgarfrí á þriggja mánaða fresti. Svipaðar tillögur eru settar fram að kjarasamningi fyrir flugfreyjur.

Lagt er til að breytingar verði gerðar á kaupaukakerfi flugmanna en það byggist meðal annars á eldsneytisnýtingu. Lagt er til að því ákvæði verði skipt út fyrir ákvæði um arðsemi Icelandair Group.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að markmiðið með þessum breytingum sé að fjölga meðalflugtímum hvers flugmanns um sem nemur einu Evrópuflugi á mánuði.

FÍA hefur sagt að flugmenn séu reiðubúnir til að taka 25% hagræðingu á sig og segist Morgunblaðið hafa heimildir fyrir að tillögur Icelandair rúmist innan þess svigrúms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi