fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin sagði nei við álagsgreiðslu til heilbrigðisstarfsfólks – „Virkilega nöturleg skilaboð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. apríl 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðlega hefur verið gagnrýnt undanfarna daga að sérstakur vaktaálagsauki hafi verið numinn af hjúkrunarfræðingum mitt í COVID-faraldri og að kjarasamningar þeirra hafi verið lausir í rúmt ár. Tillaga um álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsmanna var felld um helgina en nú hefur forstjóri Landspítala lagt fram við heilbrigðisyfirvöld að greiða sérstaka umbun til starfsmanna sökum álags.

Páll Matthíasson.

 

Landspítali leggur til álagsgreiðslur

Á fundi almannavarnarteymis ríkislögreglustjóra í dag greindi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans frá því að stjórn Landspítala hafi sent yfirvöldum bréf þar sem áhyggjum er lýst yfir vegna stöðu hjúkrunarfræðinga og kjarasamninga þeirra. Eins hafi verið sent bréf á heilbrigðisyfirvalda með tillögu að sérstakri umbun til heilbrigðisstarfsfólks.

Sjá einnig: Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“

Tillaga áður felld á Alþingi

Það var hins vegar aðeins örfáir dagar síðan tillaga um sérstaka álagsgreiðslu til heilbrigðisstarfsmanna var felld á Alþingi.  Í sameiginlegri breytingatillögu sem var lögð frá af þingmönnunum Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Þórarinssyni, Birni Leví Gunnarssyni, Ingu Sæland og Þorsteini Víglundssyni var lagt til að starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu yrði greidd 200.000 króna eingreiðsla vegna álags.  Tillagan var hins vegar felld.

Allir þingmenn Vinstri Grænna kusu nei 

Í samtali við DV segir Ágúst Ólafur að þessar greiðslur þekkist annars staðar í heiminum.

Við lögðum til að vegna ótrúlegs álags að greidd yrði sérstök 200.000 kr. eingreiðsla til þess starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun COVID-smitaðra sjúklinga. Fjölmörg önnur ríki hafa farið þessa leið sem er svo sjálfsögð. En þrátt fyrir það kaus hver einasti þingmaður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gegn þessari tillögu í vikunni.

Tómas Guðbjartsson, læknir, minnti í vikunni á þau loforð Vinstri Grænna að rétta hlut kvennastétta, stétta á borð við hjúkrunarfræðinga.
Ágúst Ólafur telur afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á tillögunni nöturleg skilaboð
„Af öllum tímum og af öllum stéttum finnst stjórnarþingmönnum rétt að ýta á nei-hnappinn. Mér finnst þetta vera virkilega nöturleg skilaboð frá þessum þremur flokkum á Alþingi til fólks sem er bókstaflega að leggja sig í hættu við bjarga heilsu og lífi almennings. Til viðbótar hafa hjúkrunarfræðingar og aðrar heilbrigðisstéttir ekki fengið kjarasamning við þessa sömu ríkisstjórn og vaktagreiðslur hjúkrunarfræðinga dottið út.“
Ágúst telur að tillagan hafi verið felld sökum þess að hún stafaði ekki frá réttu flokkunum.

„Núna í skugga heimsfaraldurs hefði maður haldið að ríkistjórnarflokkarnir gætu risið upp úr pólitískum skotgröfum. Samfylkingin studdi allar tillögur ríkisstjórnarinnar en þetta sama fólk kaus gegn öllum tillögum sem við komum með frá stjórnarandstöðunni sem 47% af þjóðinni kaus síðast. Merkilegt hvað sumum finnst samstarf og samvinna eigi í raun bara að virka í aðra átt.“

Aðspurður hvort hann telji líklegt að ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun sína nú þegar Landspítalinn hefur einnig lagt hana til segir hann innilega vona það.

„Ég vona það svo sannarlega. Við inn á Alþingi gáfum að minnsta kosti ríkisstjórninni að gera slíkt fyrr í vikunni. Því tækifæri var hafnað en ég vona að okkar þrýstingur og annarra hafi áhrif og að þetta fólk í ríkisstjórn sjái að sér.“
Ekki verið að senda skilaboð til heilbrigðisstarfsmanna

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og einn þeirra sem lögðu fram tillöguna telur ástæðu þess að hún var felld flókna. Um fjárveitingamál sé að ræða og þau geti verið flókin. Einhverjir þingmenn gætu séð eftir því að fella hana en aðrir munu að líkindum ekki gera það. Með þessu telur Björn engin skilaboð send til framlínu fólks landsins í heilbrigðisþjónustunni, en stjórnarþingmenn hafi jafnvel rætt um að taka slíka ákvörðun eftir á.

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“