fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Íslenska þjóðkirkjan og Siðmennt sameinast

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 15:15

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því er greint á vef þjóðkirkjunnar og á vef Siðmenntar að félögin tvö hafi undirritað samning um sameiningu félaganna í gær. Haft er eftir biskupi Íslands að þetta séu afar ánægjuleg tíðindi fyrir alla aðila – framgang góðra og heilnæmra gilda á Íslandi:

„Síðast en ekki síst erum við spennt fyrir sóknargjöldunum sem fylgir Siðmennt – þetta eru mörg þúsund manns og fer meira að segja fjölgandi”

er haft eftir biskup í fréttinni, sem sögð var með blik í augunum.

Þar segir einnig að samkvæmt samningnum verði höfuðstöðvar Siðmenntar á Laugavegi 31 – þar sem biskupsstofa og Kirkjuhúsið voru áður til húsa. Húsið fær nafnið Siðhof – með rímvísan í siðrof.

Á sama fundi voru síðustu ágreiningsmálin leyst milli þessara tveggja aðila, samkvæmt frétt þjóðkirkjunnar:

„Hver voru síðustu ágreiningsmálin spyr tíðindamaður kirkjan.is? „Nú, þesssi mál voru í pattstöðu, og bara störukeppni í gangi þangað til að biskup spyr á hvað við trúum? Við segjum: það góða í okkur, það góða í manninum, kærleikann og frið á milli manna. Við stöndum fyrir umhverfisvernd, mannhelgi, jafnréttti og góð partý.“ Og það var bara kjálki í gólf. Allir sammála um grundvallaratriðin.“

Siðmennt sátt

Að sögn forsvarsmanna Siðmenntar fylgja því margir góðir kostir að vera orðin hluti af þjóðkirkjunni.

Fyrst skal nefna að kirkjan er fagaðili þegar kemur að því að gifta, jarða og jafnvel að gefa nöfn. Við vorum mikið að lenda í því, sökum reynsluleysis, að jarða vitlaust fólk, gifta á skrítnum ferðamannastöðum og skíra börn ólöglegum nöfnum”. Þegar tíðindamaður kirkan.is leiðréttir viðmælandann og bendir honum á að Siðmennt hafi líkast til ekki skírt börn stendur ekki á svarinu “sérðu, þarna er ein ástæðan fyrir þessum frábæra samruna og svo er það þetta með ferminguna. Það er auðvitað mikill léttir fyrir okkur að vera komin með eitthvað loksins til að staðfesta”.

Í ljósi samrunans verður til nýtt biskupsembætti, staðsett á Laugavegi 31 – embætti veislubiskups. Biskupsstofa tekur við sóknargjöldum og tíund siðmenntarfélaga á biskupsstofu í dag frá 10 – 15. Vinsamlegast notið bréfalúguna. Við heyrum svo í ykkur á efsta degi. Þríeinn, siðaður, Guð!“

Þess skal getið að í dag er 1. apríl og því má gera ráð fyrir að tilkynningin á vef þjóðkirkjunnar og Siðmenntar sé glens af því tilefni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn