fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Magnús með samsæriskenningu um vinstristjórn Jóhönnu – Segir ekkert fyrirtæki hafa verið lagt í „þvílíkt og annað eins einelti“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að ekkert fyrirtæki á Íslandi, fyrr né síðar, hafi verið lagt í þvílíkt og annað eins einelti og álverið í Straumsvík og hefur fyrirtækið þurft að sæta miklum og hatrömmum árásum alla tíð,“

skrifar rekstrarhagfræðingurinn Magnús Ægir Magnússon, í Morgunblaðið í dag. Þar tekur hann upp hanskann fyrir Ísal, sem rekur álverið í Straumsvík fyrir Rio Tinto, en sem kunnugt er þá eru forsvarsmenn álversins að semja við Landsvirkjun um að lækka orkuverðið svo fyrirtækið haldi velli, en Rio Tinto hefur þegar hótað að loka verksmiðjunni ef raforkuverðið lækki ekki hjá Landsvirkjun. Magnús er stjórnarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarbæjar og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Vonda vinstri stjórnin

Magnús kemur með athyglisverða kenningu um vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem sat frá 2009-2013 í kjölfar hrunsins. Hann sakar hana um að hafa viljað slátra mjólkurkúnni:

„Lengstum var gott samkomulag milli Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík um fyrirkomulag sölu og kaupa á raforku. Báðir aðilar skildu að það væri hagur beggja að vel gengi hjá báðum. Svo virðist sem að í kringum árið 2010 hafi þarna orðið breyting á. Komin var til valda í landinu „hrein vinstristjórn“ en vinstrimenn, sumir hverjir allavega, hafa alla tíð verið áberandi í andstöðu sinni við byggingu og rekstur álversins og fundið því allt til foráttu. Nýr forstjóri var ráðinn til Landsvirkjunar og nokkuð víst er að dagskipun hafi komið til Landsvirkjunar frá ríkisstjórninni um að nú skyldi brjóta upp raforkusamninga stóriðjufyrirtækjanna og láta þá finna til tevatnsins. Enginn velkist í vafa um það að Landsvirkjun getur hækkað sitt raforkuverð að vild og þarf hvorki að spyrja kóng né prest um það. En það hafa aldrei þótt mikil búvísindi að slátra mjólkurkúnni.“

Misviturt fólk

Magnús segir að „misviturt fólk“ hafi gargað og hrópað á torgum um að loka eigi fyrirtækinu nú þegar, „engu skeytandi um afleiðingar þess fyrir starfsmenn fyrirtækisins, land og þjóð“:

 „Ómögulegt að átta sig á því hvort það er léttúð eða barnaskapur sem rekur þetta fólk áfram. Freistast maður til þess að halda að um hvort tveggja sé að ræða auk yfirgripsmikillar vanþekkingar á efnahagsmálum, gangverki efnahagsmála og skilningsleysis á því hvaðan þeir peningar koma sem greiða alla okkar gríðarmiklu samneyslu, svo sem rekstur Landspítala, umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar.“

Hann nefnir að það skapi um 60 milljarða í gjaldeyristekjur á ári, og þar af fari 23 milljarðar í launagreiðslur og greiðslur fyrir raforku til Landsvirkjunar:

„Hagfræðistofnun áætlar að álverið skapi um 1.250 störf, bein og óbein, þar af eru yfir 400 bein störf. Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar en 23% af raforkusölu Landsvirkjunar fara til álversins í Straumsvík.“

Í lokin kallar Magnús eftir því að ríkið geri skyldu sína og segir boltann hjá henni.

Fleiri ástæður

Þegar hefur komið fram í fréttum að raforkuverð er ekki eina ástæða bágs reksturs álversins, lækkandi heimsmarkaðsverð á áli spilar þar einnig stóra rullu og hafa sumir jafnvel haldið því fram að Rio Tinto hafi fiktað í bókhaldinu hjá sér til þess að láta það líta verr út en það raunverulega er.

Sjá nánar: Ragnar sakar Rio Tinto um bókhaldsbrellur – „Til að græða meira og borga minni skatta“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?