fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Eyjan

Eyþór: Allir aðrir látnir axla ábyrgð nema borgarstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, Eyþór Arnalds,skrifar um braggamálið í Morgunblaðið í dag, hvar hann ítrekar ábyrgð borgarstjóra. Hann minnist á að þegar hafi undirmenn hans hætt vegna hneykslismála, bæði tengd bragganum sem og öðrum málum, en áfram sitji borgarstjóri:

„Borgarstjóri ber hins vegar margfalda ábyrgð í þessu máli. Hann er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. SEA heyrði undir skrifstofu borgarstjóra, sem var í beinu sambandi vegna verkefnanna. Skjalavarslan var líka á ábyrgðarsviði skrifstofu borgarstjóra. En hann er líka pólitískur oddviti meirihlutans og ber því ábyrgð sem slíkur. Margur fyrir minni sakir víkur. Á meðan þessi meirihluti starfar áfram er von á að fátt breytist í raun. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða hætti eftir að sú stofnun fór sér að voða í framkvæmdum. Skrifstofustjóri SEA hætti og tók á sig sök í braggamálinu. Framkvæmdastjóri SORPU, dótturfélags borgarinnar, hefur verið látinn fara vegna framúrkeyrslu félagsins. Allt er þetta á sömu bókina lært. Allt er þetta undir stjórn sama meirihluta í borgarstjórn. Undir stjórn sama borgarstjórans í ráðhúsinu,“

segir Eyþór, en SEA var skrifstofa einga- og atvinnuþróunnar hjá Reykjavíkurborg, sem lögð var niður í fyrrasumar.

Ekki einsdæmi

Eyþór minnist á tvær svartar skýrslur í braggamálinu, báðar unnar af Reykjavíkurborg. Annars vegar af innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, og hins vegar af borgarskjalasafni Reykjavíkur. Í báðum skýrslum þeirra var niðurstaðan sú að brot höfðu verið framin:

„Úttekt Borgarskjalasafns Reykjavíkur á braggamálinu staðfestir að lög voru brotin. Þar kemur einnig í ljós að reynt var að fela skjöl og upplýsingar fyrir fjölmiðlum og kjörnum fulltrúum. Tölvupóstum var eytt án þess að skjöl væru vistuð. Í skýrslunni er „tekið fram að misbrestir í skjalavörslu og skjalastjórn hjá SEA eru ekki einsdæmi hjá starfseiningum Reykjavíkurborgar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns um skjalastjórn og skjalavörslu hjá Reykjavíkurborg frá 2018 sýndi að minnihluti afhendingarskyldra aðila uppfyllti lagaskilyrði í þessum efnum.“ Með öðrum orðum; skjalavarsla vegna braggans var ekki einsdæmi eða „frávik“.

Skýrsla innri endurskoðanda fyrir ári síðan þótti svört, en sömuleiðis þótti skýrslan frá 2015 vera í dekkri kantinum, en lítið gerðist til batnaðar hjá borginni í millitíðinni:

„Sérstök skýrsla innri endurskoðunar um SEA sem heyrði undir skrifstofu borgarstjóra birtist árið 2015. Þar voru þrjátíu ábendingar en aðeins sex þessara atriða voru komin í lag fjórum árum síðar. Þá hafði Borgarskjalasafnið varað við í skýrslu í október 2018, en þar kom fram að ástand skjalavörslu hefði almennt versnað hjá borginni á fjórum árum. Tvær eftirlitsstofnanir vara við, en ekki var brugðist við. Á sama tíma var SEA með ýmis þróunarverkefni og var eitt þeirra bragginn í Nauthólsvík. Þá vakti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði athygli á málinu og óskaði ítrekað eftir skýringum. Þær fengust afar seint. Nú þegar staðfest er að lög hafa verið brotin er rétt að farið verði ítarlega yfir þessi atriði af réttbærum aðilum. Yfirferð borgarlögmanns mun litlu bæta við nema hann vísi málinu áfram,“

segir Eyþór, en kollegar hans í minnihlutanum. Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, hafa lýst yfir vantrausti á borgarlögmann, sem sé ekki nægilega hlutlaus til að fjalla um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“

Gagnrýnir Ásmund harðlega: „Eiginhagsmunagæsla og atkvæðakaup“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins

Icelandair stefnir á að ljúka samningum í vikulok – Gengisveiking styður við endurreisn félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn

Hannes skýtur á opinbera starfsmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?

Skrif Harðar vekja hörð viðbrögð: Hver er að beita skuggastjórnun?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“

Gagnrýnir harðlega afskipti af Lífeyrissjóði verslunarmanna: „Grafið undan lífeyrissjóðum“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni

Bæjarfulltrúi spyr hvort lífshættulegt sé að búa á landsbyggðinni