fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg bregst við braggaskýrslunni: „Er í viðeigandi ferli“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 15:45

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna frétta um skýrslu borgarskjalavarðar sem kynnt var á fundi borgarráðs í morgun vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi á framfæri. Ábendingar í skýrslu borgarskjalavarðar eru samhljóða skýrslu innri endurskoðanda um Nauthólsveg 100. Þegar hefur verið brugðist við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Vinnu við innleiðingu er annað hvort lokið, stendur yfir eða er í viðeigandi ferli,“

segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna skýrslu Borgarskjalasafns Reykjavíkurborgar um braggamálið, sem ratað hefur í fréttir dagsins.

Sjá nánar: Sjáðu það sem almenningur mátti ekki sjá – Afhjúpandi tölvupóstar Reykjavíkurborgar
Sjá nánarEinbeittur brotavilji starfsmanna Reykjavíkurborgar – Viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi
Sjá nánarKrefst afsagnar Dags í kjölfar kolsvartrar skýrslu – „Hrein og klár hylming á opinberum gögnum“

Breytingar til hins betra

Er greint frá því í tilkynningunni að ákveðin skref hafi þegar verið tekin til að bregðast við málinu:

  1. Hafin er innleiðing nýs og öflugs upplýsingastjórnunarkerfis sem leysir af hólmi eldra skjalakerfi sem var í notkun á þeim tíma er skýrslan nær til.
  2. Sett hefur verið sérstakt fjármagn á fjárfestingaráætlun til að minnsta kosti næstu fimm ára í átak í skjala- og upplýsingastjórnun.
  3. Á síðasta ári urðu umtalsverðar breytingar á skipulagi borgarinnar sem bæði skýra, skerpa og útvíkka umboð þjónustu- og nýsköpunarsviðs varðandi skjalastýringu hjá stofnunum borgarinnar.
  4. Skjalamál hafa verið færð inn í nýstofnaða gagnaþjónustu borgarinnar sem gefur þeim enn frekara vægi en áður og undirstrikar mikilvægi skjala sem gagna.
  5. Borgarskjalasafn tilheyrir nú þjónustu- og nýsköpunarsviði sem styttir boðleiðir og gerir safninu kleift að hafa bein áhrif á högun skjalastýringar þar sem borgarskjalavörður á nú sæti í framkvæmdastjórn sviðsins.

Skýrslan birt

Tengill á skýrslu Borgarskjalasafnsins er einnig birtur í tilkynningunni:

„Því hefur verið brugðist við skýrslu borgarskjalavarðar með viðeigandi hætti. Skýrslan og umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.“

https://reykjavik.is/frettir/vegna-skyrslu-borgarskjalavardar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli