fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Endurbætur á vef Reykjavíkurborgar kostuðu tæpar 13 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

visitreykjavík.is, upplýsingavefur fyrir erlenda gesti borgarinnar, hefur nú fengið nýtt útlit og aðgengilegra viðmót. Vefurinn er rekinn af Reykjavíkurborg og er í umsjón Höfuðborgarstofu.

Nýr og bættur vefur hefur verið í undirbúningi í tæpt ár. Honum er ætlað að veita upplýsingar um Reykjavík og nágrannasveitarfélög sem áfangastaði fyrir erlenda ferðamenn, svo sem helstu kennileiti, fjölbreytt menningarstarf, borgarhátíðir, söfn, sund og aðra afþreyingu.

Samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Eyjunnar heimsóttu rúmlega 813 þúsund manns vefinn í fyrra, miðað við einstakar IP tölur.

„Markmiðið er að fjölga heimsóknum upp í 1 milljón stakra IP talna á ári, og að fjölga endurteknum heimsóknum um 10% á milli ára,“

segir einnig í svarinu.

12.7 milljónir

Kostnaður Reykjavíkurborgar við nýtt útlit, sem tekið hefur eitt ár í undirbúningi, eru tæpar 13 milljónir króna.

Vefurinn er byggður á Drupal 8, opinni hugbúnaðarlausn, en þarfagreining fyrir verkefnið var unnin af Sjá.

Heildarkostnaður við verkefnið var 12,7 milljónir króna en verkþættir voru:

  • Undirbúningur (notendarannsóknir og greiningarvinna)
  • Grunnhönnun
  • Viðmótshönnun
  • Bakendahönnun
  • Forritun virkni, fram- og bakenda
  • Samtengingar og flutningar á efni á milli vefja
  • Ítranir á hönnun
  • Útgáfa

Í kjölfarið var farið í verðfyrirspurn til þriggja aðila á markaði varðandi hönnun, uppsetningu og forritun á vefnum. Fyrirtækin sem leitað var til voru, Sendiráðið, Hugsmiðjan og Avista:

„Aðilum var boðið að bjóða í verkið og á endanum var ákveðið að ganga til samstarfs við Hugsmiðjuna út frá mati á verði og gæðum. Á sama tíma var ákveðið að Hugsmiðjan færi í samstarf við alþjóðlega vefþróunarfyrirtækið 1xInternet, sem hefur verið leiðandi á Íslandi í uppsetningu, forritun og þjónustu á Drupal vefjum.

Fyrsta kostnaðarmat verkefnisins gerði ráð fyrir kostnaði upp á allt að 13 milljónir króna. Formleg vinna við hönnun og þróun hófst í janúar 2019 og vefurinn var kominn í loftið ári síðar. Samstarf af þessu tagi var nýjung og tilraun sem gekk mjög vel upp.

Val á samstarfsaðilum var í höndum Menningar- og ferðamálasviðs og voru forsendur þess meðal annars út frá verði og gæðum tillagnanna sem lagðar voru fram, og mati á getu aðilanna til að framkvæma verkið innan þess tímaramma sem þeir ætluðu í verkið.

Kostnaðurinn skiptist þannig að 1xInternet fékk greiddar 6,2 milljónir króna fyrir sína vinnu og Hugsmiðjan 6,5 milljónir fyrir sinn hlut í verkefninu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“

Gunnar Bragi um svar Helga Seljan – „Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá“