fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Bogi segir óraunhæft að reka tvö íslensk flugfélög með tengimiðstöð í Keflavík

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 07:50

Bogi Nils Bogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er í stóru viðtali við Markað Fréttablaðsins í dag en hann var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi að mati dómnefndar Markaðarins. Niðurstaðan er byggð á því að Bogi hafi leitt Icelandair í gegnum vel heppnaða endurskipulagningu og hlutafjárútboð við mjög erfiðar aðstæður. Í viðtalinu segir Bogi að það sé óraunhæft að hans mati að reka tvö flugfélög hér á landi sem nota Keflavík sem tengimiðstöð.

„Það er mín skoðun að það sé engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög frá Íslandi sem eru með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð. Þetta hefur verið reynt tvisvar áður, fyrst með Iceland Express og síðar WOW air. Við sjáum þetta aðeins á stórum alþjóðlegum flugvöllum,“ er haft eftir Boga en nýtt lággjaldaflugfélag, Play, hefur sagst tilbúið til að hefja flugrekstur um leið og tækifæri gefst til. Langtímafjármögnun félagsins er í höfn.

Bogi sagðist ekki hræðast samkeppni en benti á mikilvægi heimamarkaðarins og að hann telji aðeins um 360.000 manns. „Þess vegna tel ég ekki raunhæft að reka héðan tvö flugfélög til lengri tíma sem starfrækja tengibanka,“ sagði hann.

Í viðtalinu kemur fram að hann telji mjög sérstakt að farið hafi verið af stað með hlutafjárútboð hjá Icelandair, sem sé líklegast stærsta og mikilvægasta félag landsins, í september án þess að vita nokkuð um afstöðu helstu hluthafanna nema hvað fyrir lá að PAR Capital ætlaði ekki að taka þátt. „Við vorum því í algjörri óvissu,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að næsta sumar geti orðið ágætt ef núverandi sóttvarnareglum á landamærunum verður breytt en ef þær verði óbreyttar fram í maí eða júní sé sumarið líklegast ónýtt hvað varðar ferðamennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“