fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Mynda breiðfylkingu gegn Orbán

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. desember 2020 18:00

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir ungversku stjórnarandstöðuflokkarnir hafa nú tekið saman höndum til að reyna að velta Viktor Orbán, forsætisráðherra, og flokki hans, Fidesz, af stalli í næstu kosningum en þær fara fram 2022.

Meðal þeirra flokka sem standa að bandalaginu eru frjálslyndir, græningjar, jafnaðarmenn og margir fyrrum hægri flokkar.

Flokkarnir vilja „færa Ungverjaland aftur til þess frelsis og velmegunar sem var lofað þegar landið sneri baki við kommúnisma fyrir þremur áratugum,“ segir í yfirlýsingu þeirra allra. Þetta er í fyrsta sinn síðan Orbán komst til valda 2010 að allir stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast gegn honum og Fidez.

Flokkarnir ætla að halda sameiginleg prófkjör fyrir hvert og eitt kjördæmi og þeir ætla að bjóða fram sameiginlegan lista á landsvísu.

Skoðanakannanir hafa sýnt minnkandi stuðning við Orbán og Fidesz eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og ætlar stjórnarandstaðan að nýta það tækifæri sem hún sér í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun