fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Macron vill fleiri kjarnaofna og kjarnorkuknúið flugmóðurskip

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 07:50

Frá smíði EPR-kjarnaofns í Flamanville. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar hafa pantað sex nýja kjarnaofna og nýtt kjarnorkuknúið flugmóðurskip. Þeir fara því aðrar leiðir en mörg nágrannaríki þeirra sem veðja á græna orku. Þjóðverjar eru til dæmis að draga úr notkun kjarnorku og Danir veðja á vistvæna og græna orku í framtíðinni.

„Framtíð okkar í orku- og umhverfismálum mun byggjast á kjarnorku. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að við treystum eingöngu á kjarnorku en hún á að vera hornsteinn næstu árin,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, nýlega þegar hann heimsótti verksmiðju Framatome í Bourgogne en í verksmiðjunni er framleiddir hlutir fyrir kjarnorkuver.

Kjarnorka á að vera hornsteinninn í umhverfisstefnu Frakka en lítil losun CO2 fylgir kjarnorku. Ríkisorkufyrirtækið EDF á að leggja fram áætlun næsta sumar um smíði sex nýrra EPR-kjarnaofna að andvirði 45 milljarða evra. EPR eru þriðju kynslóðar þrýstivatnskjarnaofnar sem eru sagðir vera kjarnaofnar framtíðarinnar. Þeir voru hannaðir og þróaðir af Framatome og EDF í Frakklandi og Siemens í Þýskalandi.

Auk kjarnaofnanna hafa frönsk stjórnvöld pantað nýtt kjarnorkuknúið flugmóðurskip sem á að koma í stað „Charles de Gaulle“ en ekki er reiknað með að það gerist fyrr en 2038. Skipið mun kosta 7 milljarða evra. Hönnun þess mun standa yfir fram til 2025 en þá hefst smíði þess í Saint-Nazaire en henni á að ljúka 2036 og þá tekur við tveggja ára tilraunatímabil áður en flotinn fær skipið formlega afhent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur