fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Eyjan

Ágúst uggandi vegna stökkbreyttu kórónuveirunnar – „Hættum að rækta minka“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill hætta loðdýrarækt á Íslandi. Nýlegar bárust fréttir frá Danmörk um að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist í minka og smitast þaðan yfir til fólks. Stökkbreytta kórónuveiran er talin ónæm fyrir bóluefni sem nú eru í þróun. Ágúst telur því rétt að hætta loðdýrarækt hér á landi ekki síst í ljósi þessara upplýsinga en einnig vegna þess að loðdýrarækt er að hans mati tímaskekkja. Hann vekur athygli á málinu á Facebook.

„Hættum að rækta minka.

Nú berast óhugnanlegar fréttir af stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar í dönskum minkum sem talið er að hafi upprunalega borist úr fólki í minka en hafi núna borist til baka stökkbreytt aftur í fólk. Því er hætta á að bóluefni sem eru nú í þróun gegn kórónaveirunni virki ekki á hið stökkbreytta afbrigði veirunnar. Vegna þessa hafa Danir ákveðið að slátra öllum minkum á minkabúum. Nú eru þessi mál til skoðunar hjá íslenskum yfirvöldum.“

Ágúst bendir á að í dag séu á Íslandi starfandi 9 minkabú en þau hafi verið 31 talsins fyrir sex árum. Bein störf af þessari rækt eru 30.

Í dag eru bein störf þar undir 30 talsins og verður það að teljast afskaplega lítið í ljósi þess fórnarkostnaðs sem hugsanlega verður af þessari ræktun.

Ágúst telur einnig að slík ræktun sé tímaskekkja og í eingu samræmi við nútímann og áherslum á dýravernd.

„Dýrin eru ræktuð í litlum búrum sem er þeim engan veginn eðlislægt.

Fjölmargir fataframleiðendur eru löngu hættir að nota skinn úr lifandi dýrum. Því til viðbótar hefur skinnaverð verið mun lægra en framleiðslukostnaður skinnanna og erfitt að sjá nokkra réttlætingu á þessum iðnaði.“

Leggur hann því til að hið opinbera veiti loðdýrabændum styrk til að hætta alfarið starfsemi sinni. Svipað fyrirkomulag og þegar bændum er gert að fella fé sitt vegna riðu.

„Minkarækt var bönnuð með lögum á Íslandi árið 1950 og leyfð að nýju árið 1969. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa ræktun frá og með 2025 og önnur lönd í Evrópu hafa einnig tekið slík skref.

Mér finnst umhverfismál eigi ekki einungis að snúast um grjót og urð heldur einnig um dýrin. Á það hefur svo sannarlega vantað hér á landi. Hættum því loðdýrarækt á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telja að Obamacare muni halda velli

Telja að Obamacare muni halda velli