fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Eyjan

Kolbeinn uppnefnir Ágúst Ólaf – „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 18:15

Samsett mynd - Kolbeinn og Ágúst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag gaf Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, nýjum fjárlögum falleinkun, en hann birti lista yfir tíu aðfinnslur við glænýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Ekki virðast allir ánægðir með þessa gagnrýni Ágústs, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna uppnefnir hann „prósentupólítíkus“ í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans..

Falleinkunn Ágústar á fjárlögin – „Fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu“

„Prósentupólitíkusinn Ágúst Ólafur Ágústsson heldur áfram sinni pólitík í nýjum status. Æ, kannski á maður ekki að vera að uppnefna, en ég get eiginlega ekki orða bundist. Prósentupólitíkin felst fyrst og fremst í að taka stóru myndina af hinni gríðarlegu útgjaldaaukningu ríkissjóðs, sem fyrst og fremst er hugsuð til þess að verja velferðina og vaxa út úr kreppunni, og brjóta niður í prósentu af heildarútgjöldum ríkisins. Það kostar meira en 1000 milljarða á ári að reka samfélagið allt og ef einhver velkist í vafa um það hvort það sé gagnleg eða skýr nálgun að tala um prósentuaukningu á þennan hátt er hægt að horfa til þess hvort það sé almennt gert í umræðu um fjármál ríkja, hér eða annars staðar. Svo er ekki, þetta er nýsköpun í að drepa umræðu á dreif.“

Kolbeinn segir málfluttning Ágústs vera misvísandi, en að hans mati talar hann gegn eigin formanni. Kolbeinn segist vonast til þess að Ágúst sé í raun að sýna vanþekkingu sína, þar sem að það sé betra en að hann væri hreinlega ósvífinn.

„En gott og blessað, nýsköpun er víst málið. Þessi status hans dregur hins vegar ýmislegt áhugavert fram. Málflutningur Samfylkingarinnar er misvísandi, þar sem formaðurinn talaði þannig fyrir skemmstu aðgerðir sem m.a. fólust í lækkun tryggingargjalds að „strókur stæði upp úr ríkiskassanum til að bjarga fyrirtækjum“ en Ágúst Ólafur kvartar nú yfir að tryggingargjald sé ekki lækkað meira. Þá er leitt að sjá hve litla þekkingu hann hefur á veiðigjöldum, því ég trúi því ekki að hann sé svo ósvífinn pólitíkus að hann fari vísvitandi með rangt mál. Hann ætti að vita að engin breyting hefur orðið á þeim við gerð þessara fjárlaga og -áætlunar sem komu fram núna, heldur eru þau afkomutengd.“

Að lokum segist Kolbeinn vonast til þess að geta rætt málin með hagsmuni allra í huga. Hann vonast til þess að Ágúst sleppi „vafasamri talnaleikfimi“ til þess eins að vinna atkvæði.

„Ég skil það hins vegar vel að það sé ýmislegt sem truflar í fjármálum ríkisins og tillögum ríkisstjórnarinnar. Staðan er erfið og það er alveg á hreinu að ýmislegt sem lagt er til mun stuða sum og verða öðrum vonbrigði. Stjórnmálamenn verða hins vegar að sýna ábyrgð í þessari erfiðu stöðu sem við erum í og horfa á heildarmyndina. Hún er býsna góð. Við erum að auka útgjöld ríkissjóðs til muna, auka skuldir ríkissjóðs gríðarlega mikið. Það er ekki gert út í loftið, heldur til að verja velferðina og vaxa út úr kreppunni. Þetta er línudans, við þurfum að gera nóg – og helst meira en nóg – en um leið gæta að því að skuldastaðan verði ekki svo vond að lánskjör versni til muna. Það mun gera hallann enn meiri á næstu árum og þannig erfiðara að fara í gegnum þau. Það skiptir framtíðina máli að skuldir ríkissjóðs séu ekki gerðar meiri en nauðsynlegt er til að í komast í gegnum þetta án niðurskurðar. Mér finnst við sýna gott jafnvægi með þessum málum.

Vonandi getum við rætt þessi mál með hagsmuni alls samfélagsins í huga, farið af sanngirni og ábyrgð í gegnum þetta og sleppt vafasamri talnaleikfimi sem aðeins er hugsuð til að vinna fleiri atkvæði í næstu kosningum. Vonandi getum við farið í gegnum þetta saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andrés Ingi leggur til lækkun kosningaaldurs í 16 ár í frumvarpi

Andrés Ingi leggur til lækkun kosningaaldurs í 16 ár í frumvarpi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur kallar Gísla Martein skíthæl – „Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu“

Ásmundur kallar Gísla Martein skíthæl – „Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur kynnir ybbana til leiks – „Álíta sig yfirburðafólk með yfirburði yfir „fávísan og fordómafullan almúgann“

Sigmundur kynnir ybbana til leiks – „Álíta sig yfirburðafólk með yfirburði yfir „fávísan og fordómafullan almúgann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump, Covid og kosningabaráttan – Martröð á martröð ofan

Trump, Covid og kosningabaráttan – Martröð á martröð ofan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðni Th. með hughreystandi skilaboð til Íslendinga – „Við höfum séð það svartara“

Guðni Th. með hughreystandi skilaboð til Íslendinga – „Við höfum séð það svartara“