fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Eyjan

Falleinkunn Ágústs á fjárlögin – „Fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur nýkynntum fjárlögum fyrir næsta ár falleinkunn. Telur hann að ríkisstjórnin sé ekki að átta sig við meginvanda þjóðarinnar í dag sem sé atvinnuleysi í methæðum.

Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifar á Facebook þar sem hann nefnir tíu aðfinnslur við fjárlagafrumvarpið sem Bjarni Benediktsson kynnti í morgun.

Meðal þess sem Ágúst finnur að frumvarpinu er óbreytt fjárhæð atvinnuleysisbóta, lækkun veiðigjalds, óbreytt aðahaldskrafa til sjúkrahúsa og skóla, skilningsleysi gagnvart smærri fyrirtækjum og breytingar á fjármagnstekjuskatti sem verji fjármagnseigendur sérstaklega fyrir verðbólgunni.

Hér fyrir neðan má lesa alla tíu punktanna sem Ágúst týnir til:

 „1. Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka grunnatvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á kr. á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á.

2. Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.

Allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári er undir 3% af fjárlögum. Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár?

3. Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.

4. Í fjórða lagi er ennþá sýnt algjört skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun t.d. tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið.

Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu.

Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há og útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.

5. Þá vantar miklu meiri kraft í nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5% af fjárlögunum.

6. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira.

7. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum.

8. Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin og jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær minna á næsta ári en á þessu.

9. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34% af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað? Hvar er græna uppbyggingin?

10. Enn er meira að segja haldið í aðhaldskröfu gagnvart sjúkrahúsum og skólum á næsta ári. Og það á Covid tíma!“

Það vantar því öll uppbyggingaráform og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlun falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikil aukning útgjalda til velferðarmála

Mikil aukning útgjalda til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágúst segir að þetta sé milljón krónu spurningin – „Gerðist líka í síðasta hruni“

Ágúst segir að þetta sé milljón krónu spurningin – „Gerðist líka í síðasta hruni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Félag með 200 milljarða fjárfestingargetu

Félag með 200 milljarða fjárfestingargetu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva