Laugardagur 29.febrúar 2020
Eyjan

Ekki búið að auglýsa bæjarstjórastöðuna þrátt fyrir loforð þar um – „Ekkert að frétta“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson lét af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar í lok nóvember í fyrra og bar við heilsubresti. Eyjan fjallaði um málið og talaði við Ingibjörgu G. Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar, sem sagði þá að til stæði að auglýsa starfið „á næstunni“ en þá höfðu engar ákvarðanir verið teknar um það.

Héraðsfréttamiðillinn Trölli.is á Siglufirði greinir frá því í dag að enn sé ekki búið að auglýsa stöðuna, tveimur mánuðum eftir að Gunnar lét af störfum, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Þar er nefnt að téð Ingibjörg hafi sagt að auglýsa ætti stöðuna eftir áramót, en ekkert hafi bólað á slíkri auglýsingu og að bæjarbúar séu farnir að ókyrrast og spyrjast fyrir um málið.

Starfandi bæjarstjóri, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, gat ekki svarað Trölla um málið, en Ingibjörg segir að málið sé í vinnslu, en ákvörðun liggi ekki fyrir.

Þá gat hún ekki svarað því hvort til stæði að auglýsa starfið.

Ekkert að frétta

Þá vitnar Trölli í Facebook færslu Helga Jóhannssonar, varamanns í bæjarstjórn Fjallabyggðar, sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála:

 Nú eru að verða tveir mánuðir síðan Gunnar Birgisson lét af störfum sem bæjarstjóri í Fjallabyggð. Í kjölfarið kom fram hjá meirihlutanum í Fjallabyggð að auglýsa ætti starfið. Ekkert bólar á auglýsingu, alla vega er hún ekki opinber. Kannski eru vandamál á milli flokkana í meirihlutanum, ekki allir sammála um hvað á að gera ? En hvað um það, mér finnst skrítið hvað langur tími er liðinn og dagar, vikur og mánuðir líða, ekkert að frétta. Gleymum því ekki að bæjarstjóri er bæjarstjóri ALLRA íbúa Fjallabyggðar, ekki bara meirihlutans.“

Sjálfstæðisflokkurinn og Betri Fjallabyggð mynda meirihluta Fjallabyggðar, en Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig 15% fylgi í síðustu kosningum og einum manni og á því þrjá fulltrúa af sjö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi