fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Stefán sagður koma til greina sem næsti útvarpsstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er meðal umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Þetta fullyrðir Kjarninn eftir sínum heimildum, en Stefán sjálfur neitar að tjá sig um málið.

Er Stefán sagður í fámennum hópi fólks umsækjenda sem komnir eru áfram í ráðningarferlinu, en alls sótti 41 um starfið.

Þá segir Kjarninn að Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður á Stöð 2 og nú sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi, sé einnig meðal umsækjenda.

Búist er við að ráðningarferlið klárist í næstu viku, en lagt var upp með að því yrði lokið um mánaðarmótin, samkvæmt Capacent, sem heldur utan um ráðningarferlið.

Brugðið var út af þeim lögbundna vana að birta nöfn umsækjenda, með því markmiði að fá betri umsækjendur. Hins vegar var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn um viku, þegar sá fyrri rann út þann 2. desember.

Meðal staðfestra umsækjenda eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og frétta­stjóri RÚV, Her­­dís Kjerulf Þor­­geir­s­dótt­ir, doktor í lögum, Bald­vin Þór Bergs­­son, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður VG og umhverf­is­ráð­herra, Baldvin Þór Bergsson, dag­­skrár­­stjóri núm­iðla hjá RÚV og Stein­unn Ólína Þor­­­steins­dótt­ir, leik­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins.

Þá hefur Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins einnig verið orðaður við stöðuna, en hann vildi ekki staðfesta það við Kjarnann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun