Föstudagur 28.febrúar 2020
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn aðeins hafa áhuga á náttúrunni ef hægt sé að græða pening á henni

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flokkurinn sem kennir sig við umhverfisvernd er stöðugt að reka sig á að þetta ríkisstjórnarsamstarf er ekki að skila honum neinu nema viðvarandi niðurlægingu. Samt hangir flokkurinn áfram í vonlausu samstarfi. Uppgjöf Vinstri grænna virðist algjör,“

skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem hún tekur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs, sem VG telur eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar, enda meðal áherslu mála í stjórnarsáttmálanum:

„Þarna er um að ræða mál sem Vinstri grænum er sérlega annt um meðan áhugi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er í lágmarki,“

segir Kolbrún og nefnir að það komi ekki sérlega á óvart hver afstaða Sjálfstæðisflokksins sé:

„Í stjórnarsamstarfi verða Sjálfstæðismenn yfirleitt alltaf jafn hissa þegar þeir komast að því að samstarfsflokki þeirra er full alvara með að koma í framkvæmd áherslumálum sem áður hafði verið samið um. Innan Sjálfstæðisflokks virðist litið svo á að ákvæðið um hálendisþjóðgarð hafi verið sett þar til málamynda, svona til að friða Vinstri græna, lokka þá til samstarfs og drepa síðan málið með tuði og mótmælum.“

Hafi engan áhuga nema hægt sé að græða

Kolbrún talar af sannfæringu fyrir hálendisþjóðgarði og blæs á „óánægjugól“ sveitarfélaganna sem telja að ríkið troði þeim um tær þegar kemur að yfirráðum yfir svæðum þar sem mörk þeirra skarast við hálendisþjóðgarðinn. Hún hjólar síðan í Sjálfstæðisflokkinn fyrir skort á ást á náttúrunni, nema þegar það sé gróðavænlegt:

„Ekki kemur á óvart að andstaða sé við málið meðal Sjálfstæðisflokksins, en þar á bæ hafa menn sjaldnast sýnt í verki að þeim sé annt um verndun náttúrunnar. Sjálfstæðismenn hafa yfirleitt einungis áhuga á náttúrunni þegar kemur að því að nýta hana til að græða peninga.“

Miðflokkur og vondur málstaður

Þá fær Miðflokkurinn og Bergþór Ólason einnig á baukinn frá Kolbrúnu:

„Ekki þarf heldur að furða sig á að hörð andstaða sé við málið meðal Miðflokksmanna, en engir þingmenn Alþingis leggjast jafn ötullega á sveif með vondum málstað og einmitt þeir. Það var nánast sjálfgefið að þingmaður þeirra, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins, skyldi básúna þá skoðun sína að stofnun hálendisþjóðgarðs væri ótímabær. Ekki virðist sá þingmaður mikið í takt við strauma samtímans, fremur en aðrir þingmenn þess flokks. Virkjunar sinnar hvar í flokki sem þeir standa hafa síðan hópað sig saman og fara með margtuggna möntru sína um nauðsyn virkjana á hálendinu og yfirvofandi raforkuskort.“

Að lokum segir Kolbrún að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni í málinu:

„Innan Sjálfstæðisflokks munu ýmsir áhrifamenn beita sér gegn því. Vinstri græn munu sjálfsagt taka því eins og hverju öðru hundsbiti og barma sér í hljóði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum
Getur verið ?
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum