fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Eyjan

Ritstjóri Fréttablaðsins: „Það teljast svik við alla landsmenn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar snjóflóðanna á Vestfjörðum í síðustu viku hefur komið í ljós að enn er ólokið framkvæmdum við varnargarða á átta stöðum á landinu sem teljast í C-flokki, sem eru talin hættulegustu svæðin. Uppbyggingu átti að ljúka árið 2010, en mun taka 50 ár í viðbót með sama hraða og sama fjármagni, ef miðað er við síðustu ár.

Hafa stjórnvöld verið gagnrýnd harðlega fyrir að standa ekki betur að málum, en Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, sagði í gær að ríkissjóður skuldaði Ofanflóðasjóði um 15 milljarða króna.

Sjá nánar: Átta bæir enn á snjóflóðahættusvæði – 60 árum á eftir áætlun

Jón Þórisson, einn ritstjóra Fréttablaðsins, skrifar um þetta í leiðara í dag og minnir á að ítrekað hafi verið bent á þetta um árabil og vitnar í orð stjórnarformanns Ofanflóðasjóðs, Halldórs Halldórssonar, að við sem þjóð munum aldrei fyrirgefa okkur ef líf tapist vegna hamfara á þessum skilgreindu svæðum:

„Hann segist hafa bent ítrekað á þetta um árabil. Nefndarmaðurinn hlýtur að velta fyrir sér stöðu sinni í nefndinni ef ekki er hlustað á hann árum saman. En það leysir engan vanda. Meginatriðið er að koma þessum vörnum í lag og nýta til þess fé sem innt hefur verið af hendi en safnað upp. Ef til vill er þó vandinn sá að féð hefur verið nýtt í rekstur ríkissjóðs, þó að það kunni að vera sérgreint í bókhaldi hans,“

segir Jón.

Svik

Hann segir það svik við þjóðina hvernig staðið hafi verið að málum:

„Það er gagnrýnivert að aðeins þriðjungur þess, sem innheimt er sérgreint í þetta verkefni, skuli vera varið til þess. Það er til skilgreining á þeirri aðstöðu að innheimta fé í eitt og verja því í annað. Það teljast svik. Ekki bara við þá sem á þessum stöðum búa, né bara við þá sem inna gjaldið af hendi. Það teljast svik við alla landsmenn,“

segir Jón.

Sjá einnig: Segir hneyksli að peningar Ofanflóðasjóðs hafi ekki verið nýttir í ofanflóðavarnir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar

Sökklar steyptir undir smáhýsi í Gufunesi fyrir fólk í vímuefnavanda – Íbúar í Grafarvogi deila á framkvæmdirnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ástráður snuðaður í sjötta sinn

Ástráður snuðaður í sjötta sinn