fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Eyjan

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. janúar 2020 18:40

Bjarni Ben og Sigurjón - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, hefur verið duglegur við pistlaskrif undanfarið. Í pistli sem birtist á Miðjunni í dag segir Sigurjón að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sé sérstakur maður.

„Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann,“ segir Sigurjón og kemur með dæmi. „Nær sér alltaf í stuðningsfólk. Héðan og þaðan. Nú hefur opinberast að hann tók peninga úr einum af sjóðum þjóðarinnar; Ofanflóðasjóði og nýtti þá í eitthvað allt annað. Eyrnarmerkta peninga.“

Svo virðist vera sem Sigurjón treysti ekki Bjarna. „Svona gaurum er bara ekki treystandi,“ segir hann. „Virða ekkert og hirða ekkert um rangt eða rétt. Ef Bjarni væri gjaldkeri húsfélags er honum treystandi til að nota hússjóðinn til einhverra hluta sem koma sjóðnum ekkert við. Svona gangsterar eru til. Þeir eru erfiðir og einatt til vandræða. Svo vill Bjarni fá allan hagnaðinn af Landsvirkjun í það sem hann kallar Þjóðarsjóð. Ef af verður, hvað þá? Þetta er allt ótrúlegt.“

Sigurjón segir þjóðina vilja fá varnir gegn snjóflóðum. „Það fólk sem samþykkti alræði Bjarna yfir Ofanflóðasjóði verða að bæta fyrir afglöpin og frelsa sjóðinn úr höndum Bjarna,“ segir Sigurjón og veltir því fyrir sér hvort Bjarna sé treystandi fyrir peningum. Hann svarar því þó í næstu setningu. „Nei, er svarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sonja Ýr fordæmir umsögn Viðskiptaráðs – „Kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum“

Sonja Ýr fordæmir umsögn Viðskiptaráðs – „Kemur eins og köld gusa í andlit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru 15 aðgerðir landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19

Þetta eru 15 aðgerðir landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“

Davíð kennir þessum um alvarleika COVID-19 – „Það ætti þó að vera orðið flest­um ljóst“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“

Íbúðaskortur í kortunum innan fimm ára – Mikill samdráttur í byggingu íbúða milli ára – „Afgerandi skilaboð um stöðuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga

ASÍ varar við verðhækkunum og okri vegna Covid-19 – Hvetja neytendur til að klaga