fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Hluthafar stefna Hval – Segir þetta þýða að félagið yrði leyst upp

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 08:00

Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals og stór hluthafi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson og Ingimundur Sveinsson, sem eiga samtals 5,3% hlut í Hval, krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Kristján Loftsson, stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir kröfuna þýða að félagið yrði leyst upp.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að félög í eigu þremenninganna hafi höfðað mál gegn félaginu og krefjist þess að hlutir þeirra verði innleystir gegn greiðslu upp á 1.563 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Fram kemur að hluthafarnir saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa Hvals um að hafa með kaupum hans á hlutum í Hval á „verulegu undirverði“ og fráfalli stjórnar félagsins á forkaupsrétti sínum að þeim aflað Kristjáni ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa.

Þeir fara fram á að upplausnarvirði Hvals verði lagt til grundvallar við innlausn bréfanna. Ef miðað er við gengið í kröfum þeirra má áætla að upplausnarvirði Hvals sé um 30 milljarðar.

Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að kröfur þremenninganna um að vera keyptir út miðað við upplausnarverð fyrirtækisins feli í sér að leysa verði fyrirtækið upp.

„Verði fallist á kröfurnar getum við átt von á því að aðrir hluthafar komi í kjölfarið og fari fram á að vera keyptir út á sama gengi og félaginu yrði því slitið. Ég tel hins vegar að vilji meginþorra hluthafa Hvals standi ekki til þess.“

Eigið fé Hvals er 25 milljarðar og er fyrirtækið eitt stöndugasta fjárfestingafélag landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður