fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Fáir sækja um útgreiðslu séreignarsparnaðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir virðast vera að nýta sér úrræði stjórnvalda um að fá séreignarsparnað sinn greiddan út. Tölur benda til að almennt sé fólk að sækja um heldur lágar fjárhæðir.

„Þetta er varhugavert því séreignarsparnaðurinn er hugsaður sem eftirlaun. Miðað við þessar tölur virðast þeir sem eiga lítinn séreignarsparnað helst vera að taka hann út.“

Hefur Fréttablaðið eftir Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, um útgreiðslurnar. Blaðið fjallar um málið í dag.

Tímabundin heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar er eitt þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa gripið til vegna efnahagsáhrifa COVID-19. Samkvæmt heimildinni, sem Alþingi samþykkti í lok mars, getur hver einstaklingur fengið allt að 12 milljónir greiddar úr séreign sinni.

Fréttablaðið leitaði upplýsinga hjá lífeyrissjóðum og öðrum vörsluaðilum séreignarsparnaðar um nýtingu þessa úrræðis. Svör fengust frá aðilum sem ráða samtals yfir rúmlega 80% heildareigna séreignarsparnaðar. Miðað við þau svör sem fengust þá virðist sem langflestar umsóknir séu talsvert undir hámarkinu.

Hjá Gildi lífeyrissjóði var meðalupphæð umsókna tæplega 400.000 krónur. Hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna var meðaltalið tæplega 800.000 krónur og örlítið hærra hjá Stapa. Hjá LSR var meðalupphæðin um 1,7 milljónir og rúmlega tvær milljónir hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“