fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

„Launahækkun sem enginn vildi greinilega fá“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. maí 2020 07:55

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hækkuðu laun þingmanna og ráðherra um 6,3% um áramótin. Launahækkunin kom þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. maí þar sem það gleymdist að greiða launin fyrr en nú.

Þetta er umfjöllunarefni í grein eftir Björn Leví Gunnarsson, þingmann, í Morgunblaðinu í dag en hún ber yfirskriftina „Lífeyrir og þingfararkaup“. Í greininni segir hann að til að allrar sanngirni sé gætt þá hafi launin hækkað þann 1. janúar síðastliðinn samkvæmt lögum en gleymst hafi að greiða hækkunina.

„Ríkisstjórnin mundi allt í einu eftir því þegar næsta hækkun hinn 1. júlí næstkomandi átti að koma til framkvæmda. Þeirri hækkun var blessunarlega frestað en þau hættu allt í einu að gleyma hækkuninni sem átti að verða 1. janúar.“

Segir Björn sem segist hafa fylgst vel með hvort fjárheimild til hækkunar væri í fjárlögum fyrir 2020 en þar sem það hafi ekki gerst hafi hann talið að hækkuninni yrði sleppt.

„Því fylgdist ég vel með næstu launaseðlum og það reyndist rétt. Engin launahækkun. Flott, ég hafði ekki yfir neinu að kvarta og enginn annar sagði neitt heldur. Það var greinilega engin eftirspurn eftir þessari launahækkun, hún gleymdist og enginn kvartaði.“

Segir Björn og bætir við:

„Þessi launahækkun er dálítið undarleg, hún er nefnilega reiknuð miðað við launaþróun ársins 2018 en hækkuninni var frestað í fyrra vegna lífskjarasamninganna. Þingmenn og ráðherrar eru semsagt að fá mjög gamla launahækkun vegna launaþróunar ársins 2018 fyrst núna. Launahækkun sem enginn vildi greinilega fá því það kvartaði enginn þegar hún kom ekki.“

Því næst víkur hann að því sem hann segir vera enn áhugaverðara. Það er að reiknuð launaþróun 2018 sé 6,3%. En samt sem áður hafi lífeyrisþegar aðeins fengið 4,7% hækkun fyrir 2018 en samkvæmt lögum um almannatryggingar eigi lífeyrisþegar að fá annaðhvort hækkun samkvæmt launaþróun eða verðbólgu, hvort sem er hærra.

„Þessir tveir hópar, lífeyrisþegar annars vegar og þingmenn og ráðherrar hins vegar, eru semsagt að fá hækkun launa samkvæmt svipuðum viðmiðum. Launavísitala fyrir árið hækkaði meira að segja um 6,45% og útskýrist mismunurinn á því að hækkun þingmanna miðast bara við launaþróun opinberra starfsmanna. Með réttu hefði því lífeyrir almannatrygginga átt að hækka um 6,45%, meira en laun þingmanna. Það gerðist hins vegar ekki af því að lífeyrir hækkar samkvæmt spá og sú spá hefur alltaf verið vanmetin og hefur aldrei verið leiðrétt afturvirkt. Laun þingmanna eru hins vegar hiklaust leiðrétt afturvirkt. Lífeyrir er lífsnauðsynlegur en er líka fátæktargildra. Lífeyrir nær hvorki að halda í við launaþróun né verðbólgu og er skertur í allar áttir ef fólk vogar sér að reyna að bjarga sér sjálft með smávægilegum aukatekjum.“

Segir Björn sem lýkur grein sinni á því að vitna í nýleg ummæli félagsmálaráðherra:

„Félagsmálaráðherra vísaði um daginn í ummæli Ghandis, að fátækt væri ljótasta form ofbeldis, og þau ummæli Kims Larsens að hinir sterku sæju yfirleitt um sig sjálfir. Forgangsröðun ríkisstjórna ætti að vera hjá þeim sem eru í veikri stöðu. Launahækkanir sýna forgangsröðunina, svart á hvítu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“