fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Pawel vill opna allt aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, sker upp herör gegn meintum vondum hugmyndum í kjölfar kórónuveirukreppunnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Um leið og þessu
ástandi lýkur á bara að opna allt á ný,“ segir Pawel og leggst eindregið gegn öllum vangaveltum um að æskilegt sé að hafa hömlur á ferðafrelsi til frambúðar.

Pawel segir að frjáls viðskipti, fólksflutningar og ferðamennska séu lykilatriði í hagsæld og lífsgæðum. Hann segir mikilvægt að opna fyrir óhefta ferðamennsku eftir að kórónuveirufaraldurinn er að baki:

„Búið er að loka fyrir flest ferðalög og verið að undirbúa okkur undir að þegar þau verði opnuð á ný muni þau vera vesen: framvísa þurfi sóttvarnarskírteinum og svo framvegis. Af hverju? Af hverju viljum við láta af hendi ferðafrelsið svona auðveldlega?

Löngu fyrir COVID-19 töldu sumir að við værum að ferðast of mikið, aðallega af umhverfisástæðum. Umhverfismál eru mikilvæg en mengun af völdum ferðalaga er verkfræðilegt
vandamál. Þegar ísskápar reyndust eyðileggja ósonlagið bjuggum við til betri ísskápa, við hættum ekki að kæla mat.

Ferðalög gera okkur mennsk: ekkert annað hjarðdýr slappar af með því að fara í tvær vikur á yfirráðasvæði annarra hjarða. Ferðalög eru skemmtileg. Ferðalög víkka sjónarhorn fólks.“

Pawel leggst einnig mjög eindregið gegn hugmyndum um að takmarka fólksflutninga til frambúðar. Hann vill alls ekki herða reglur um slíkt:

„Það þarf að tryggja frjálsa flutninga fólks innan EES áfram og útvíkka sambærileg gagnkvæm réttindi í samningum við fleiri lönd. Ekki að herða reglurnar til frambúðar.“

Pawel leggst líka gegn hugmyndum um að samfélagið verði sjálfbært um matvælaframleiðslu og vill stuðla að óheftum frjálsum viðskiptum áfram eftir veirulok:

„Það eru engar líkur á því að við komumst fyrr út úr kórónukreppunni með því að borða meiri kartöflur og minni hrísgrjón. Engin þjóð hefur orðið rík með því að girða sig af með tollamúrum. Auðvitað má huga að raunverulegu matvælaöryggi í kreppum, hin gjöfulu fiskimið okkar hljóta að koma inn í þá mynd, en í ljósi þess að matvælaskortur hefur ekki orðið vandamál í þessum faraldri hér (frekar hitt) þarf ekki tolla til að leysa óraunveruleg vandamál í framtíðinni.“

Óttinn við dauðann

Greinarhöfundi er einnig í mun að kórónuveiruástandið verði ekki til þess að þrengja að lýðræði og frelsi. Brýnt sé að það verði ekki gert til frambúðar:

„Sumum líkar sú mynd að í Wuhanhéraði hafi hlutirnir ekki verið teknir neinum vettlingatökum og að það hafi virkað. Reynt er að stilla því upp á móti Ítölum, sem lentu fyrst í faraldrinum í Evrópu og vissu varla hverju von var á. Víða verður reynt að herða tökin með vísan í þetta fordæmi: Lýðræðið ráði ekki við þetta. Fjölmörg dæmi frá rótgrónum lýðræðisríkjum, eins og Íslandi, afsanna þetta.

Þegar kemur að stoðum lýðræðisins er eðlilegt að gera tímabundnar breytingar, heimila stöku fjarfundi og flytja ef til vill einhverjar kosningar um nokkra mánuði. En það er engin ástæða til að gera grundvallarbreytingar á gangverki lýðræðisins eða fara að leita að valkostum við það. Lýðræðisleg samfélög hafa náð mjög langt. Tímabundinn ótti okkar við dauðann má ekki verða til þess að við breytum öllu, og skellum í lás.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi