fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Uppsagnir á Akranesi – „Ég fékk þau döpru tíðindi áðan“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 08:55

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö fyrirtæki á Akranesi, Skaginn 3x og Þorgeir & Ellert, sögðu upp samtals 43 starfsmönnum í gær. Þetta kemur fram í færslu Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness:

„Ég fékk þau döpru tíðindi áðan að fyrirtækin Skaginn 3x og Þorgeir&Ellert hafi tilkynnt uppsagnir í dag til 43 starfsmanna hér á Akranesi vegna samdráttar. Það þarf ekkert að fjölyrða um að ástandið á vinnumarkaðnum mun verða gríðarlega erfitt vegna Covid 19 og þess mikla efnahagssamdráttar sem af veirunni hlýst.“

Vilhjálmur segir róðurinn þungan sem framundan er og hvetur til samstillts átaks og nýrra hugmynda til að sigla megi í gegnum storminn:

„Vissulega munu lög um skert starfshlutfall hjálpa til við að fyrirtæki reyni eins og kostur er að halda ráðningarsambandi við starfsfólk eins lengi og kostur er. Úrræðið er gott og ég hvet fyrirtæki í hvívetna að nýta sér þessi úrræði í stað þess að segja upp starfsfólki.

Það er ljóst að framundan er miklar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði og ég held að það sé óumflýjanlegt að stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins taki höndum saman sem aldrei fyrr og leiti allra leiða til að verja störfin, launafólk og heimilin.

Í þessu samhengi verðum við að vera öll tilbúin að hugsa útfyrir kassann og velta öllum leiðum upp við að verja störfin og íslensk heimili.

Við erum öll í sama bátnum og það verða allir að róa í sömu átt til við komumst út úr þessu ölduróti sem við erum nú í og ég veit að okkur mun takast það með samstilltu róðralagi.

Ef við ekki stöndum saman í því að verja atvinnuöryggi og lífsviðurværi launafólks og afkomu heimilanna getur illa farið. Nú þurfum við öll sem eitt að standa saman og reyna að milda það mikla efnahagshögg sem við erum að fá á okkur tímabundið, en með samstilltu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins mun okkur takast það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?