fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Verið að færa bönkum og stjórn­völdum mikið vald yfir því hverjir fá að lifa og hverjir verða látnir deyja“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. mars 2020 12:43

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar það er ráð­ist í ofur­skuld­setn­ingu atvinnu­lífs­ins vegna þeirra ein­stöku aðstæðna sem eru uppi þá er líka verið að færa bönkum og stjórn­völdum mikið vald yfir því hverjir fá að lifa og hverjir verða látnir deyja þegar þetta er allt saman yfir­stað­ið,“

skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í leiðara í dag hvar hann gagnrýnir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Segir hann um sýndarmennsku að ræða þegar talað sé um 230 milljarða innspýtingu, rauntalan sé mun lægri og segir hann forsendur útreikninga ranga:

„Óþarfi var að kynna þessar aðgerðir sem 230 millj­arða króna „ráð­staf­an­ir“ og blása margar þeirra upp í eitt­hvað sem flest skyn­samt fólk sér að stenst ekki. Það var sýnd­ar­mennska enda bein ný fram­lög mun frekar á bil­inu 60 til 70 millj­arðar króna. Líkt og áður hefur verið rekið eru reikni­for­sendur fyrir sumum leið­anna líka í besta falli vafa­sam­ar, og í sumum til­fellum ein­fald­lega rang­ar.“

Milljarðar tapast

Hann segir að með brúarlánunum svokölluðu, hvar hið opinbera ábyrgist helming lána þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir minnst 40% tekjutapi, muni um 17 milljarðar tapast:

„Lán með rík­is­á­byrgð eiga að skila mun lægri vöxtum en önnur og því er ein­fald­lega um ódýr­ari pen­inga að ræða sem verður skóflað inn í valin fyr­ir­tæki. Ráða­menn hafa þegar sagt opin­ber­lega að þeir reikni með að um helm­ingur þeirrar upp­hæðar sem fari úr rík­is­sjóði í þessa aðgerð, sem er sam­tals um 35 millj­arðar króna, muni mögu­lega tap­ast.“

Þórður segir að með þessu sé illa reknum fyrirtækjum haldið uppi á kostnað vel rekinna:

„Þarna er verið að hjálpa ákveðnum fyr­ir­tækjum í miklum rekstr­ar­vanda með því að dæla í þau ódýrum pen­ing­um. Stund­um, til dæmis í völdum öngum ferða­þjón­ustu, á það ágæt­lega við en í öðrum geirum, sem sann­ar­lega verða fyrir miklum vand­ræðum vegna stöð­unnar en ekki því alkuli sem ferða­þjón­ustan sér fram á, þá getur þetta bein­línis verið skað­legt. Verr reknum fyr­ir­tækjum verður haldið á lífi en fyr­ir­tækjum sem hafa sýnt ráð­deild og fyr­ir­hyggju, en upp­fylla ekki sett skil­yrði, verða undir vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar þeirra fá aðgang að ódýrum pen­ingum frá rík­in­u.“

Engin skilyrði

Í fyrirkomulaginu er ekkert sem segir til um endurgreiðslu á fyrirgreiðslunni til ríkisins:

„Þá er ótrú­legt að ekki séu sett skil­yrði um að fyr­ir­tækjum sem fá þessa sér­stöku fyr­ir­greiðslu úr rík­is­sjóði verði meinað að greiða sér út arð eða kaupa upp eigin bréf í nokkur næstu ár. Það á að vera sjálf­sögð krafa að lánin verði fyrst greidd til baka áður en að króna fari út til hlut­hafa,“

segir Þórður Snær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að