fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Eyjan

Prófessor segir sérfræðinga ekki alltaf vita best: „Þegar beitt er rökum af því tagi að sérfræðingarnir viti best hringja viðvörunarbjöllur“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. mars 2020 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar beitt er rökum af því tagi að sérfræðingarnir viti best hringja viðvörunarbjöllur. Þær hringja því hærra sem orðið sérfræðingur kemur oftar fyrir. Það er nefnilega siður að grípa í það hálmstrá þegar efnisrök þrýtur og ljóst er orðið að veifað sé röngu tré,“

segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands í grein á Vísi, sem er eins konar svar við grein Magnúsar Karls Magnússonar, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Magnús varaði á dögunum við hugsunarvillu sem einkenndi Covid-19 umræðuna; að þeir sem minnst vissu um málið teldu sig hinsvegar vita mest um málið og væru ansi háværir á internetinu. Í fræðunum heitir þetta Dunning Kruger áhrifin.

Sjá nánar: Prófessor í HÍ varar internet-veirufræðinga við hættulegri hugsunarvillu – „Á við þegar þeir sem minnst vita, telja sig best vita“

Þarna var Magnús í raun að segja þeim sem ekkert vit hefðu á málinu að hafa sig hæga, þar sem málatilbúnaður þeirra væri ekki að hjálpa til, heldur þvert á móti ýtti undir óvissu og ótta í samfélaginu, sem væri nægur fyrir.

Segir Haraldur það ekki samræmast hlutverki sérfræðinga að biðja fólk um að þegja, ef það er ekki sérfræðingar:

„Það er hlutverk sérfræðinga, ekki síst háskólamanna, að bregðast við ígrunduðum spurningum upplýstrar alþýðu með skýrum svörum, en ekki með því að biðja fólk að þegja vegna þess að það sé ekki sérfræðingar,“

segir Haraldur í grein sinni.

Misræmi

Haraldur segir hinsvegar að ýmsar áleitnar spurningar séu uppi um viðbrögð stjórnvalda vegna kórónuveirunnar:

„Þær lúta m.a. að því að stundum virðist vera misræmi milli mats heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og erlendra sérfræðinga, á t.d. smithættu. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld á Íslandi viljað ganga stutt í þá átt að skera á hugsanlegar smitleiðir, að sumu leyti styttra en í nágrannalöndunum, svo ekki sé talað um fjarlægari lönd á borð við Kína þar sem tekið var á málinu af festu með þeim árangri að útbreiðslan hefur verið stöðvuð og ekkert bólar á bakslagi. Gríðarfjölmennar sveitir á borð við Sjanghæ sluppu nánast algerlega. Eðlilega hljóta margir að spyrja hvers vegna sé ekki fylgt fordæmi þeirra sem bestum árangri hafa náð,“

spyr Haraldur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“