fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Kári svarar Loga og segir rök hans slöpp – „Það er út af þessu, Logi, sem það væri óábyrgt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. mars 2020 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er einn þeirra sem vill ekki að ríkið auki aðgengi fólks að áfengi, líkt og stendur til í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra þar sem sala þess verður leyfð í netverslun, verði það samþykkt á Alþingi.

Sjá nánar: Kári vill senda Áslaugu á Vog:„Nema þetta sé einfaldlega glæpur“

Logi Bergmann Eiðsson, fjölmiðlamaður og pistlahöfundur Morgunblaðsins, skrifaði um stuðning sinn við frumvarp Áslaugar í sunnudagsmoggann:

„Nú er orðið býsna langt síðan ég var unglingur. En ef það er eitthvað sem ég man frá þeim tíma þá er það að maður reddaði sér,“

sagði Logi meðal annars og skildi ekki forræðishyggjuna sem felst í öllum þeim boðum og bönnum sem fylgja auglýsingum og sölu á áfengi, enda væru slíkar auglýsingar komnar á Facebook og því til lítils að banna þær á Íslandi:

„Kannski er möguleiki, þótt hann hljómi fjarlægur og furðulegur, að við hættum að afneita raunveruleikanum og horfumst í augu við það að við getum ekki lokað landinu og stýrt öllu sem okkur dettur í hug (eða einhverjum öðrum, ég hef ekki þessa þörf fyrir að ákveða hluti fyrir annað fólk). Treystum fólki og setjum reglur sem eru skynsamlegar, frjálslyndar og umfram allt eðlilegar.“

Kári svarar

„Logi, ég er rétt í þann veginn að verða sjötíu og eins árs að aldri og þegar ég lít til baka og spyr hvaða sjúkdómar hafi lagt að velli flesta af þeim samferðamönnum mínum sem eru horfnir á vit feðra sinna, og síðan hvað hafi helst komið í veg fyrir að samfélagið fengi notið þeirra hæfileika sem sumir skólafélaga minna sýndu af sér sem ungir menn og konur, þá er svarið við báðum spurningunum áfengi,“

segir Kári í grein sinni í dag í Morgunblaðinu.

Hann segir vandamál bæði einstaklinga og samfélagsins af völdum áfengis í réttu hlutfalli við það magn sem drukkið er og það sé hafið yfir allan vafa að magnið sem drukkið sé af áfengi, sé í réttu hlutfalli við það hversu auðvelt sé að nálgast það og nefnir að algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 15-40 ára á Íslandi megi rekja til neyslu fíkniefna, hvar áfengi spili stóra rullu.

„Það er út af þessu, Logi, sem það væri óábyrgt að auka aðgengi að áfengi á Íslandi með því að leyfa íslenska netverslun og ýta því kröftugar að fólki með því að leyfa áfengisauglýsingar. Aukið aðgengi þýðir aukin neysla sem þýðir aukinn allur sá vandi sem er rakinn hér að ofan. Sú röksemd að það séu áfengisauglýsingar í erlendum fjölmiðlum og á fésbók er slöpp í besta falli,“

segir Kári.

Íhugi skaðabótamál

Hann viðurkennir að auglýsingar á Facebook skapi vandamál, en réttlæti hins vegar ekki Íslenskar áfengisauglýsingar, því þær myndu „bæta gráu ofan á svart,“ segir Kári og bætir við:

„Það er meira að segja vel þess virði fyrir íslenska ríkið að velta því fyrir sér að fara í skaðabótamál við fésbók vegna þess óskunda sem auglýsingar þeirra, ólöglegar hér á landi, kunna að hafa valdið. Það sama á við um röksemdina um erlenda netverslun með áfengi sem fólk nýti sér á Íslandi. Það væri skynsamlegast að loka fyrir hana með lagasetningu í stað þess að bæta ofan á hana íslenskri netverslun og meira áfengi ofan í þá sem síst skyldi.“

Fyrirbyggjandi, ekki forræðishyggja

Þá ítrekar Kári við Loga að þetta sé ekki spurning um forræðishyggju og að hafa vit fyrir fólki:

„Þetta er svipað því og að hafa hámarkshraða á vegum úti. Þetta er ekki spurning um að koma í veg fyrir að þeir sem vilja sækja sér áfengi geti það. Það er enginn bagalegur skortur á aðgengi að áfengi á Íslandi. Þetta er spurning um að gera það auðveldara þeim sem ættu ekki að drekka, að halda sig frá áfengi og það er ekki íþyngjandi forræðishyggja heldur fyrirbyggjandi læknisfræði.“

Traust

Logi segir í sinni grein á sunnudag að það eigi að treysta fólki og setja skynsamlegar reglur, sem jafnframt eru frjálslyndar og eðlilegar. Um þetta segir Kári:

„Logi, félagi og fóstbróðir, í fyrsta lagi ef þú færir á AA fund kæmistu að raun um að alkinn verður að gera sér grein fyrir því að hann getur ekki treyst sjálfum sér þegar kemur að áfengi. Þangað til er hann í bráðri hættu. Í öðru lagi geta reglur sem eru líklegar til þess að auka áfengisneyslu hvorki talist skynsamlegar né eðlilegar. Í þriðja lagi hafa reglur ekki lund og geta því hvorki talist frjálslyndar né íhaldssamar, en þær geta aukið frelsi á sama tíma og þær geta annaðhvort aukið eða minnkað þann kærleika sem við sýnum þeim sem eiga undir högg að sækja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“