fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Norðmenn prófa nýjar milljarðaþotur á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 12:40

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju í vikunni með komu norska flughersins, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center), alls um 150 manns.

Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur frá Lockheed Martin verksmiðjunum í Bandaríkjum, en þær þykja með fullkomnari orrustuþotum sem völ er á.

Eitt stykki kostar um 100 milljónir dollara, eða um 13 milljarða króna.

Noregur uppfærði nýlega flugflota sinn, en hann notaðist áður við F-16 þotur, sem voru komnar vel á aldur, eða um 40 ára gamlar. Hefur noregur pantað alls 52 slíkar vélar, sem kosta alls um 924 milljarða íslenskra króna.

Er þetta í fyrsta skipti sem þoturnar eru prófaðar utan Noregs.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. til 29. febrúar. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður.

Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars.

Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“