fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Pawel um meirihlutasamstarfið: „Vissir hlutir sem hægt er að gera betur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Viðreisnar, er í viðtali við Viðskiptablaðið í dag, þar sem hann fer um víðan völl. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til næstu Alþingiskosninga, eftir stutt þingsetu árið 2016-17, en segist ekki hafa tekið ákvörðun um það ennþá og segir líklegt að hann einbeiti sér að sveitarstjórnarstiginu á þessari stundu.

Hann segir meirihlutasamstarfið ganga vel þó svo Viðreisn teljist til hægri meðan hinir flokkarnir séu til vinstri:

„En ég neita því ekki að það eru vissir hlutir sem hægt er að gera betur, t.d. þegar kemur að skipulagsmálum og fleiri ferlum. Það mætti stytta ferla og gera þá skýrari. Ég finn enga mótstöðu innan meirihlutans fyrir þeim áformum og er meirihlutinn sammála um að Reykjavík eigi að vera borg þar sem gott sé að stunda rekstur og flytja til.“

Tilgangurinn helgaði Hverfisgötuna

Hann svarar einnig fyrir erfiðu málin sem Reykjavíkurborg hefur komist í fréttirnar fyrir. Hann segir að þó svo að betur hefði mátt standa að framkvæmdum í  Hverfisgötu í sumar, muni þær á endanum verða til góða:

„Ég neita því ekki að það eru vissir hlutir sem við gætum gert betur í Reykjavík, þá sérstaklega í samskiptum við hagaðila – við erum ennþá svolítið föst á 20. öldinni með því að senda bara bréf í pósti þar sem greint er frá fyrirhuguðum framkvæmdum,“

segir hann og nefnir að Hverfisgatan hafi nú bara nánast verið hraðbraut þar sem ekkert hafi þrifist til lengdar:

„ Nú í dag eru tugir veitingastaða og verslana á Hverfisgötu og hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu. Það hefði ekki gerst án þeirrar ákvörðunar borgarinnar að breyta ásjón götunnar. Það má því ekki gleyma því að þó að það hafi átt sér stað mistök á leiðinni þá mun fólk í framtíðinni, þegar það ber saman fyrir og eftir myndir, átta sig á því hversu miklum jákvæðum breytingum svæðið hefur tekið í kjölfar framkvæmdanna.“

Bætur fyrir bætt borgarumhverfi?

Fyrirtækjaeigendur við Hverfisgötu hyggjast krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur vegna tjóns af völdum framkvæmdanna við Hverfisgötu, þar sem viðskiptin hafi snarminnkað og sum fyrirtæki farið á hausinn. Pawel vill lítið tjá sig um það á þessu stigi:

 „Á meðan þannig hlutir vofa yfir finnst mér heppilegra að vera ekki með of miklar yfirlýsingar. En ég lít svo á að þessar framkvæmdir í heild sinni séu mjög virðisaukandi fyrir þá sem eru með rekstur á Hverfisgötu. Það verður miklu betra að reka t.d. kaffihús eða veitingastað á Hverfisgötunni heldur en áður núna eftir breytingarnar. Okkar hlutverk í borgarstjórninni er að bæta borgarumhverfið en það getur verið áskorun því framkvæmdir geta stundum haft neikvæð áhrif á einhverja aðila meðan á þeim stendur.“

Braggamálið og breytingar

Braggamálið og öll hin framúrkeyrslumálin sem uppgötvast hafa á kjörtímabilinu hafa sett blett sinn á meirihlutann. Pawel segir ýmislegt hafa gerst í kjölfarið þar sem innkaupareglur og skipurit hafi tekið breytingum:

„Það hefur því svo sannarlega verið brugðist við í þessum málum. Það kemur auðvitað fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun en okkur í meirihlutanum þótti þessar framúrkeyrslur ekki ásættanlegar og var því brugðist við þessu máli til þess að slík röð mistaka, eins og átti sér t.d. stað í Braggamálinu, geti ekki endurtekið sig.“

Misræmi í skipulagsmálum

Þéttingarstefna borgarinnar hefur verið gagnrýnd harðlega, þar sem hún hjálpi ekki ungum og tekjulágum fyrstu kaupendum íbúða, sem hafa ekki efni á rándýrum íbúðum miðbæjarins. Pawel viðurkennir að misræmi sé í hugmyndafræðinni. Hann segir að fylgja þurfi þörfum markaðarins og byggja þurfi meira svo verðið hækki ekki upp úr öllu valdi:

„Mér finnst stundum eins og stjórnkerfið hér sé ekki alltaf að taka nægilega vel í þær hugmyndir,“

segir hann en nefnir að skipulagsstefnan sé góð þegar á heildina sé litið:

 „…en þegar einstaka ákvarðanir eru skoðaðar má sjá að oft eru gerðar athugasemdir um að nýtingarhlutfall sé of hátt. Það er stundum ákveðið misræmi milli þess að vilja þétta byggð heilt yfir en á einstaka reit sé svo reynt að draga úr byggingamagni fremur en hitt. Þetta tvennt fer ekki saman hugmyndafræðilega. Ég hef beitt mér fyrir því innan skipulagsráðsins að við tökum betur í það þegar fólk vill breyta fyrirliggjandi áætlunum sem gerir ráð fyrir stærri íbúðum yfir í áform um minni íbúðir. Við í borginni verðum að fylgjast vel með þróuninni og leyfa markaðnum að fá ákveðið frumkvæði til að koma fram með lausnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran