fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þessi sóttu um starf forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands var nýverið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 6. janúar sl. Tveir einstaklingar sóttu um starfið, samkvæmt tilkynningu frá HÍ.

Þau sem sóttu um starfið eru:

  • Dr. Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Dr. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.

Félagsvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands og jafnframt það stærsta með um 3.500 nemendur í grunn- og framhaldsnámi.

Forseti Félagsvísindasviðs er ráðinn af rektor til fimm ára frá 1. júlí 2020. Hann starfar í umboði rektors, er yfirmaður fræðasviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess. Samkvæmt reglum Háskóla Íslands skipar rektor sérstaka nefnd til að undirbúa ákvörðun um ráðningu forseta fræðasviðs og tekur nefndin til starfa á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“