fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Eyjan

Haraldur vefst fyrir Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. september 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilegt að mál Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra er hið erfiðasta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skilaboðin eru býsna misvísandi. Páll Magnússon segir að lögreglustjórinn verði að víkja.

Félagi hans, Brynjar Níelsson, vill ekki sitja fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem á að fjalla um mál Haraldar, hann er þeirrar skoðunar að þetta sé pólitískt sjónarspil. Málið eigi heima á borði ráðherra.

Niðurstaða fundar Haraldar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í þessari viku var að Haraldur færi hvergi.  Eftir þingnefndarfund í morgun vildi Áslaug ekki segja hvort Haraldur nyti trausts. Það er reyndar meira en að segja það að koma ríkisforstjóra úr embætti ef hann vill ekki fara sjálfur.

Venjan er að semja við menn um starfslok, koma þeim í sérverkefni, ýta þeim rólega út, en þá þurfa þeir að vilja það sjálfir.

Það gegnir öðru máli ef þeir eru beinlínis reknir. Haraldur gæti í raun setið í embætti í þrjú ár enn ef ráðherrann tekur ekki af skarið. Hann hefur nú verið ríkislögreglustjóri í 22 ár –  það er langur tími í slíku starfi.

Um daginn birti ég grein hérna þar sem ég velti fyrir mér hvort Haraldur hefði talað sig út úr embætti með Morgunblaðsviðtalinu umtalaða. Þar talaði hann um spillingu innan lögreglunnar og spurning hvort maður í slíkri stöðu geti sett slíkt fram án þess að skýra nánar við hvað hann á – eða beinlínis láta efna til rannsóknar á þessum ávirðingum. Haraldur hefur síðan reynt að gera lítið úr þessum orðum sínum og látið eins og þau hafi verið oftúlkuð – en var það?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi
Eyjan
Í gær

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl
Eyjan
Í gær

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun
Eyjan
Í gær

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“