fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Kannabiskönnun leiðir í ljós sláandi tölfræði í neyslu ungmenna á hörðum efnum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 15:20

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný könnun Maskínu fyrir Foreldrahús um þekkingu og viðhorf almennings til vímuefnaneyslu ungmenna leiðir í ljós að yfir helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára hefur prófað kannabisefni.

Tölurnar eru ekki síst sláandi þegar kemur að hörðum eiturlyfjum, en hátt í 20% fólks á aldrinum 18-29 ára hefur prófað amfetamín og yfir 23% kókaín.

Aðeins 8.3% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust aldrei hafa prófað neitt af efnunum.

Spurt var:

Hefur þú prófað eða neytt einhvers af eftirfarandi ?

UNGT FÓLK TELUR KANNABIS MINNA SKAÐLEGT EN ÞEIR SEM ELDRI ERU

Í könnuninni kemur fram að nærri níu af hverjum tíu landsmönnum (87%) telja kannabis skaðlegt heilsunni. Þar af telur ríflega helmingur (53%) að kannabis sé mjög skaðlegt heilsunni.

Mikill munur er á viðhorfi fólks til kannabiss eftir aldri. Þannig telja einungis tæplega 39% þeirra sem eru undir þrítugu að kannabis sé mjög skaðlegt. Rösklega 2% telja það alls ekki skaðlegt og meira en fimmtungur þeirra telur að kannabis sé mjög lítið skaðlegt. Þannig að 22% ungs fólks, yngra en 30 ára, telja kannabis mjög lítið eða alls ekki skaðlegt. Til samanburðar telja 56-62% þeirra sem eru 30 ára eða eldri að kannabis sé mjög skaðlegt.

MEIRA EN HELMINGUR FÓLKS Á ALDRINUM 18-29 ÁRA HEFUR PRÓFAÐ EÐA NEYTT KANNABISS

Maskína spurði fólk einnig hvort það hefði prófað eða neytt nokkurra vímugjafa. Ekki var spurt um magn heldur einungis hvort og hvað fólk hefði prófað eða neytt. Langstærsti hluti fólks hefur prófað eða neytt áfengis eða næstum 83%. Þriðjungur hefur prófað eða neytt kannabiss eða grass en einungis rösklega 13% höfðu ekki neytt eða prófað þau efni sem upp voru talin (áfengi meðtalið).

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Við úrvinnslu voru gögnin vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.

Könnunin fór fram dagana 19. til 28. ágúst 2019, en henni lauk áður en herferðinni Vaknaðu, þú átt bara eitt líf, var ýtt úr vör. Svarendur voru 897 talsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun