fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 12:29

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, leggur til nýstárlega hugmynd til lausnar þeim umferðarhnút sem skapast á degi hverjum í Reykjavík á háannartíma. Hann vill að flugumferð við Reykjavíkurflugvöll verði samrýmd við bílaumferðina á háannartíma, svo hægt verði að aka um flugvöllinn og þar með losa um álagið sem myndast til dæmis á Miklubrautinni á morgnana og síðla dags:

„Samkvæmt upplýsingum Isavia þá lenda eða taka sig á loft 32 farþegavélar frá Reykjavíkurflugvelli á morgun. Miðað við plan er gert ráð fyrir að tvær taki á loft á sömu mínútu og milli sumra annara eru aðeins 5 til 10 mínútur. Ef við gerum ráð fyrir að hægt væri að hafa 5 mínútur á milli flugvéla þarf þessi traffík ekki nema tvö og hálfan tíma. Aðra tíma sólarhringsins mætti nota völlinn til að létta á umferð í kringum miðborgina,“

segir Gunnar.

Fossvogsbrúin einnig fyrir bílaumferð

Hann leggur til að bílaumferð fari yfir brú milli Kópavogs og Reykjavíkur, þar sem þegar er fyrirhugað að hafa brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur, en ekki bílaumferð.

„Farþegaflugið mætti nota völlinn milli kl. 6:30 til 7:30, milli kl. 10:30 og 11:00, milli kl. 14:00 til 14:30 og milli kl. 19:30 til 20:00. Það ætti að duga. Aðra tíma mætti nota völlinn fyrir bílaumferð frá Njarðargötu með brú yfir í vesturodda Kópavogs, frá Suðurgötu að Nauthólsvegi við Háskólann í Reykjavík og frá Hlíðarenda að Skerjafirði (sem myndi tengja saman tvö uppbyggingarhverfi. Í það minnsta ætti að leyfa strætó að nota völlinn.“

Gunnar sýnir kort af flugvellinum og leggur til umferðartorg á miðju svæðinu, hvar vegir fyrir bílaumferð fari yfir flugbrautina. Bendir hann á að slíkt þekkist úti í heimi:

„Ég er ekki verkfræðingur, en á myndinni má sjá þessar tengingar með rauðum línum. hafa mætti torg þar sem þríhyrningurinn er. Það er nokkur dæmi þess í heiminum að vegir liggi yfir flugbrautir. Þekktasta dæmið er Gíbraltarflugvöllur, en ég keyrði eftir flugbraut einhvers staðar í Sviss (minnir að það hafi verið Interlaken), svo við ættum að geta lifað við þetta. Til að aðgreina flug- og bílaumferð eru notuð hlið sambærileg þeim sem notuð eru til að aðgreina umferð járnbrauta og bifreiða. Svo tæknin er ekki vandamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu