fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Eyjan

Katrín og Guðni á sömu blaðsíðu

Egill Helgason
Mánudaginn 16. september 2019 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson voru nánast á sömu blaðsíðum í ræðum sínum í síðustu viku. Katrín við umræður um stefnuræðu forseta, Guðni í ræðu við setningu Alþingis.

Bæði töluðu þau um nauðsyn þess að geta miðlað málum og vöruðu við öfgum og lýðskrumi.

Katrín:

„Sanngirnin víkur fyrir æsingi og öfgum og þá verður leiðin æ greiðari fyrir þá ófyrirleitnu að komast til valda og ýta undir fyrirlitningu almennings á stjórnmálum, flokkum, lýðræði og þingræði. Nýleg könnun í Bretlandi sýndi aukna jákvæðni almennings gagnvart „sterkum leiðtoga sem láti reglur ekki binda sig“ eins og það var orðað.

Ég hef hins vegar bjargfasta trú á þingræðinu. Ég hef trú á því kerfi að fólkið kjósi á milli lýðræðislegra stjórnmálaflokka sem byggjast á tilteknum gildum og standa fyrir ákveðna stefnu. Ég hef líka trú á því að pólitísk rökræða og átök geti að lokum skilað góðum málamiðlunum sem eru nauðsynlegar í lýðræðissamfélagi og óumflýjanlegar í ríkisstjórn í fjölflokkakerfi. Við höfum hingað til borið gæfu til þess hér að standa saman vörð um ákveðin grunngildi sem víða um heim eru í hættu.“

Guðni:

„Óvissa er í raun annað orð yfir framtíð. Satt er það að varkárni er góðra gjalda verð. Við megum varast þá andvaralausu og þá kærulausu, það sanna dæmin. En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að við höfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu.“

Guðni forseti vitnaði lík í forvera sinn, Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Þegar Ásgeir setti þing í fyrsta sinn hélt hann ræðu sem varð fleyg:

„Á Alþingi heyr þjóðin sitt hagsmuna- og hugsjónastríð. Kosningar og flokkaskipting er sú borgun sem vér greiðum fyrir afnám hnefaréttarins. Þarfirnar segja til sín um land allt og í öllum stéttum. Flokkar semja sér stefnuskrár og bræða þær saman í stjórnarsamvinnu. Svo kemur veruleikinn máski og takmarkar getuna. Það hendir jafnvel þingmenn, án þess að sé um að sakast, og ríkisstjórnir að þurfa stundum að gera fleira en gott þykir og annað en vonir stóðu til. En hvað sem því líður, þá er allt þetta framför og hámenning borið saman við það þegar höfðingjar kölluðu menn frá vinnu um hábjargræðistímann og fóru um héruð fylktu liði, drepandi, eyðandi og étandi upp búfé bænda á Sturlungaöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi

Lagafrumvarp gegn ólöglegum smálánum lagt fram á Alþingi
Eyjan
Í gær

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl
Eyjan
Í gær

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun

Týndar blaðsíður ársreiknings Kaupþings komnar fram: Greiddu 17 starfsmönnum 3.5 milljarða í laun
Eyjan
Í gær

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“

Helgi Hrafn sparar ekki stóru orðin: „Ég held að maðurinn sé algjör fæðingarhálfviti“