Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Eyjan

Hið hrörlega Tívolí í Vatnsmýrinni – og meistaraverk Stuðmanna

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var strákur sá ég Tívolí í Vatnsmýrinni í hillingum. En það var búið að loka og ég var mjög spældur að hafa ekki fæðst aðeins fyrr og náð að fara í Tívolíið.

Tívolí voru þá hápunktur tilverunnar. Æskan birti ár hver verðlaunagetraunir – vinningurinn var ferð í Tívolí í Kaupmannahöfn. Svo birti þetta vinsæla barnablað, sem ég var áskrifandi að líkt og flest íslensk börn, myndir af glöðum krökkum sem fengu að fljúga til Hafnar og fara í Tívolí með ritstjóra Æskunnar.

Ég tók þátt ár eftir ár en komst aldrei.

Tívolí í Vatnsmýri var úr sögunni. Maður var oft á þessu svæði, hjólandi eða gangandi, en þá sást ekki lengur tangur né tetur af Tívólíinu – þarna voru bara skemmur og skurðir og njóli. Engin minning um glaðværðina og skemmtunina sem hafði ríkt þarna áður.

Svo var mér reyndar sagt að Tívolíið hefði ekki verið neitt sérlega frábært. Tækin hefðu verið léleg, svæðið varla svo fallegt, þarna hefðu verið haldnar hallærislegar fegurðarsamkeppnir og svo hefði fljótt hallað undan fæti í rekstrinum – á seinni árum hefði Tívolí varla staðið undir nafni.

Myndin hér að ofan birtist á vef Þjóðminjasafns Íslands. Hún er tekin af Sigurði Guðmundssyni og sýnir hjólabátana, Parísarhjólið og bragga merktan „Gestaþrautir“ í Tívolíinu árið 1955. Íslenskir fánar blakta við hún. Tívolí var stofnað 1946 en lognaðist endanlega út af eftir brokkgenga sögu 1965.

Staðurinn lifir náttúrlega sterkustu lífi á plötu Stuðmanna sem heitir einfaldlega Tívolí. Hún kom út 1976 og er meistarverk, bæði hvað áhrærir tónlist og texta. Ótrúlega fersk, meinhæðin og nostalgísk í senn. Þarna er að finna skotbakkana, speglasalinn, Frímann flugkappa, Hveitibjörn, Hr. Reykjavík, Fjallkonuna sem handhjólar í lekum báti.

Uppáhaldslagið mitt er titillagið, Tívolí. Frábær lagasmíð og texti. Henni bregður reyndar fyrir á útgáfu með afgangslögum frá Spilverki þjóðanna sem kom út undir heitinu Pobeda. Þar syngur Sigurður Bjóla, lagið er enn ómótað og sömuleiðis textinn:

En svo er það útgáfan á sjálfri plötunni, Tívolí, Egill Ólafsson syngur – hér er lagið orðið alveg fullkomið og með pólitískum skírskotunum sem kannski ekki allir skilja núorðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Nafnagjöf í beinni
Eyjan
Í gær

Tímamót hjá VG á Austurlandi

Tímamót hjá VG á Austurlandi
Eyjan
Í gær

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku

Umboðsmaður barna flytur skrifstofuna til Egilsstaða í eina viku
Eyjan
Í gær

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“

Stefán ekki byrjaður í starfi en skorar á stjórnmálamenn – „Það hlýtur þá að kalla á breytingar á lögunum“
Eyjan
Í gær

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“
Fyrir 4 dögum

Hinn óþægilegi sannleikur

Hinn óþægilegi sannleikur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum

Hörður -„Verði það tækifæri ekki nýtt þá geta menn bara slökkt ljósin“ – Segir Sólveigu gengna af göflunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“

Jóhann er allt annað en sáttur með „einkaeign“ Sjálfstæðisflokksins – „Hvað er eiginlega í gangi í landinu?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum

Vill bjóða erlend lán í íslenskum krónum