fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Vigdís íhugar kæru: „Stríðshanskanum hefur enn á ný verið kastað – þetta er stríð embættismanna gegn lýðræðiskjörnum fulltrúum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 13:55

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, íhugar að leggja fram kæru á grunni meiðyrðalöggjafarinnar, vegna eineltiskvartana Helgu Bjargar Ragnarsdóttur í sinn garð, líkt og Eyjan hefur fjallað um í dag. Vigdís hyggst ekki taka þátt í rannsóknarferlinu sem eineltis- og áreitnisteymi Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ráðast í, eftir kvartanir Helgu Bjargar, sem sakar Vigdísi um að hafa lagt sig í einelti, þrátt fyrir að samskipti þeirra hafi verið afar takmörkuð.

Leggst ekki á sama plan

Vigdís sagði við Eyjuna að hún ætli að ráðfæra sig við lögmann þegar fundi borgarráðs ljúki:

„Auðvitað tek ég ekki þátt í þessum sirkus – enda skortir alla lagastoð fyrir því að fara með málið í þennan farveg – ég leggst ekki á sama plan og þetta fólk,“

Vigdís nefnir á Facebook að stríðshanskanum hafi verið kastað:

„Hvað kostar þessi sirkús borgarbúa? Hvernig á ég að geta lagt í einelti konu sem ég hef nánasta aldrei hitt? Stríðshanskanum hefur enn á ný verið kastað – þetta er stríð embættismanna gegn lýðræðiskjörnum fulltrúum.Eigi þeir eitthvað vantalað við mig – þá bendi ég þeim á lögformlegt ferli sem er dómstólaleiðin. Ég er að íhuga mína stöðu á grunni meiðyrðalöggjafarinnar – borgarráðsfundur stendur yfir og eru nokkrir niðurlútir eftir eldræðu mína frá í morgun.“

Þarf ekki að taka þátt

Kobrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, bendir á að þó svo að Vigdís sé til rannsóknar hjá eineltisteymi Reykjavíkurborgar, þurfi Vigdís ekki að taka þátt í því ferli frekar en hún vilji.

„Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna. Þess utan er ekki hægt að þvinga nokkurn mann kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“

 

Sjá nánar: Ráðhúsið leikur á reiðiskjálfi:„Svo þarf ég að sitja andspænis þessari konu“

Sjá nánarVigdís segir Helgu Björg standa á bak við nýja rannsókn á sínu eigin eineltismáli – „Stjórnsýsla Reykjavíkur rannsakar sjálfa sig og tekur ekki mark á dómstólum!!!“

Sjá nánar: Helga Björg sögð koma fram við undirmann eins og „dýr í hringleikahúsi“ – Starfar enn hjá Reykjavíkurborg – „Einörð og fylgin sér“

Sjá nánar: Meint einelti Vigdísar tekið fyrir af Reykjavíkurborg:„Búið er að virkja rannsóknarrétt ráðhússins!!! Verði þessu fólki að góðu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi