fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Eyjan

Meirihluti rekstraraðila í miðborginni andvígir göngugötum – Þriðjungur sér ekki fram á áframhaldandi starfsemi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 30,9 prósent rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur telja frekar, eða mjög ólíklegt að fyrirtæki þeirra haldi áfram rekstri í miðborginni að tveimur árum liðnum. Þetta er meðal niðurstaða netkönnunar Zenter sem gerð var meðal rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur dagana 9. maí til 7. júní.

Þeir sem töldu mjög líklegt að rekstur þeirri héldi áfram að tveimur árum liðnum mældust alls 41.2 %, og 11 prósent sögðu líklegt að svo yrði.

Frekar ólíklegt sögðu 11.5% og mjög ólíklegt sögðu 19.4 %. Alls 6.8% sögðust ekki vita svarið og 4.2 % vildu ekki svara.

Alls merktu 5.8% við valmöguleikann „Hvorki né“.

Meirihluti andvígur heilsárslokun gatna

Alls 60.7 prósent aðspurðra sögðust frekar, eða mjög andvígir því að göngugötur séu í miðborg Reykjavíkur allt árið, sem kalli á lokun fyrir bílaumferð.

Þeir sem voru mjög hlynntir göngugötum allt árið voru 18.3 %, frekar hlynntir voru 11% en þeir sem sögðust enga afstöðu hafa (hvorki né) voru 7.9%.

Frekar andvígir voru 11%, mjög andvígir voru 49.7%, óákveðnir og þeir sem vildu ekki svara voru tvö prósent.

Veðrið og aðgengi efst í huga

Helstu ástæður sem gefnar eru upp fyrir andstöðunni eru veðrið (54.2%), það fækki Íslendingum í miðbænum (30.2%), og skerði aðgengi(22.9%) vegna færri bílastæða (22.9%), sem helst í hendur við hvað aðspurðir telji að þurfi helst að bæta til að gera upplifun viðskiptavina og rekstraraðila sem besta af göngugötunum. Þar nefna 33.6% aðspurðra fleiri bílastæði og 18.5% nefna bætt aðgengi.

Athygli vekur að rúmlega 15 prósent aðspurðra nefna að bæta þurfi veðrið til að gera upplifun viðskiptavina og rekstraraðila betri af göngugötum, en ekki er víst að hægt sé að gera mikið til að breyta því.

Könnunin var send á 383 rekstraraðila, svarendur voru 191 og svarhlutfallið því 49 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur