fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Hvert var planið hjá WOW?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. mars 2019 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einhverjum tímapunkti hljóta menn að skoða sögu WOW af einhverju viti og ekki bara út frá stundartilfinningum eða eiginhagsmunum. Nú er þetta svolítið eins og við útför, menn passa sig á því að hallmæla ekki hinum látna.

Hvers vegna náði þetta félag að verða svona stórt á svo skömmum tíma? Hvernig tókst því að safna svona miklum skuldum? Hví var sífellt verið að þenja út leiðakerfið? Fljúga til Indlands og Ísrael og til borga í Bandaríkjunum sem önnur flugfélög fara varla til? Vöxtur er góður en við þekkjum það Íslendingar fá tíma bankanna að of mikill vöxtur getur verið sjúkdómsmerki.

Hvernig voru þessar áætlanir kynntar? Var ekki stjórn í fyrirtækinu? Sagði hún bara já og amen?

Hvernig verður þetta fyrirtæki svo þjóðhagslega mikilvægt á skömmum tíma? Það skýrist auðvitað að hluta til af smæð hagkerfisins – við missum okkur oft í einhverju einu sem virkar eins og töfralausn. En nú fellur WOW og það hefur mikil áhrif á þjóðarhag og aðra atvinnustarfsemi. Væntingar í ferðaþjónustu hafa í raun verið byggðar á því að félagið myndi halda áfram að vaxa.

Eins virðist hún í nokkru uppnámi meginhugmyndin sem hefur verið fylgt í millilandafluginu – því að Keflavík sé allsherjarmiðstöð fyrir flug yfir Norður-Atlantshaf, milli Ameríku og Evrópu.

Icelandair starfar áfram samkvæmt þessari hugmyndafræði, en þó virðist ljóst að meðfram henni hefur það gerst að evrópskir markaðir, þar sem er að finna býsna verðmæta ferðamenn, hafa verið vanræktir.

WOW byrjaði á því að fljúga einfaldlega til borga í Evrópu og bauð upp á fargjöld sem Íslendingar nutu góðs af. En svo fór félagið út i Bandaríkjaflugið, áfangastöðunum vestra fjölgaði undarlega hratt – tengiflugshugmyndin tók algjörlega völdin.

En á sama tíma virðist hafa verið látlaust tap og skuldasöfnun – ekki verður betur séð en að WOW hafi verið að selja flugmiða undir kostnaðarverði og það á sama tíma og félagið var orðið mikilvæg þjóðhagsstærð á Íslandi.

Verðið var svo lágt að farþegarnir skiluðu sér jafnvel þótt WOW fengi hörmulega dóma á vefsíðum sem fjalla um flug, eins og til dæmis Skytrax  og hér á Business Insider. Var eitthvert plan á bak við þetta eða var þetta bara bóluhugsunarhátturinn sem við höfum oft kynnst áður á Íslandi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn