fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

„Áróðursrit“ Reykjavíkurborgar sagt vera „montblað“ borgarstjóra – Sjáðu hvað það kostaði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. desember 2019 14:24

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefur svarað fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins um kostnað við upplýsingabækling um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík, sem nefndur hefur verið áróðursbæklingur af fulltrúa minnihlutans.

Sjá nánar: Bæklingur Reykjavíkurborgar vekur spurningar – Sagður áróður í boði skattgreiðenda -„Hvað kostaði prentun og dreifing?“

Bæklingnum var dreift um allt höfuðborgarsvæðið og nam kostnaðurinn rétt rúmum 8.7 milljónum en stærsti kostnaðarliðurinn var prentunin, um 3.6 milljónir.

Er þetta þriðja árið þar sem bæklingurinn er svo veglegur, en í skýringu er nefnt að stækka hafi þurft blaðið enn meira í ár vegna „fordæmalauss fjölda uppbyggingarverkefna.“

Rándýrt montblað

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í samtali við Eyjuna að kostnaðurinn við þetta „montblað“ borgarstjóra væri allt of hár, þar sem vel hefði mátt gefa bæklinginn út með rafrænum hætti. Hefur Kolbrún sent aðra fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt er af hverju auka þurfi þekkingu byggingaaðila með þessum hætti, þar sem hægt hefði verið að gera það með mun ódýrari hætti:

„Er ekki hægt að auka þekkingu byggingaraðila með öðrum ódýrari hætti t.d. með því að setja upplýsingarnar á netið?“

Í bókun sinni um málið segir hún borgarstjóra í hlutverki fasteignasala:

„Þessi bæklingur vakti athygli fyrir margar sakir kannski helst vegna þess að svo leit út fyrir sem meirihlutinn væri kominn í hlutverk fasteignasala. Borgarstjóra er greinilega mikið í mun að borgarbúar viti af öllum byggingarframkvæmdunum í borginni sem loksins var hrint af stað eftir nokkra ára dvala. Og nú eru byggingarframkvæmdir sagðar fordæmalausar. En því ber að fagna að loksins var hafist handa. Um eitt þúsund umsóknir voru komnar á biðlista eftir félagslegu húsnæði og annar eins fjöldi fjölskyldna á sífelldum þvælingi frá einu hverfi til annars með börn sín ár eftir ár.“

Umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Kynningarbæklingur um uppbyggingu íbúða í borginni var unnin af almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf sem vann að sams konar bæklingi haustið 2017 og 2018. Bæklingurinn er því að koma út í þriðja sinn.

Tilgangur þessa kynningarefnis er að gefa greinagóða mynd af stöðu uppbyggingar á íbúðahúsnæði í Reykjavík til þess að auka þekkingu uppbyggingaraðila og almennings á húsnæðismarkaði borgarinnar.

Ritform ehf. sá um hönnun og umbrot. Þeim til stuðnings voru starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og Upplýsingadeild. Vinna starfsmanna borgarinnar fólst aðallega í að yfirfara upplýsingar um stöðu einstakra verkefna.

Vegna fordæmalaus fjölda uppbyggingarverkefna í borginni þurfti að stækka blaðið svo það myndi nást að fjalla um öll svæði. Kostnaður jókst sem því nemur hlutfallslega frá fyrra ári við þetta.

Kostnaður við gerð bæklingsins var kr. 8.720.598,- og skiptist hann á eftirfarandi hátt:

Vinna Athygli var samtals 2.300.968 kr. Undir þessum lið er umsjón og ritstjórn, efnis- og myndöflun, textaskrif, uppsetningarvinna með umbrotsmanni, leiðréttingar, frágangur og fundir/samskipti við verkkaupa og aðra.

Ritform ehf. sá um hönnun, umbrot, uppsetningu og yfirlestur. Ísafold prentsmiðja sá um myndgreiningu og prentun.

  • Prentun á blaðinu – upplag: 67.500 eintök. Samtals 3.610.000 kr.
  • Myndgreining Samtals 70.290 kr.
  • Fjölpóstur og pökkun – liður með vsk Samtals 517.623 kr.
  • Fjölpóstur og pökkun – liður án vsk Samtals 1.008.467 kr.
  • Hönnun, umbrot, uppsetningu og yfirlestur Samtals 1.213.250 kr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 1 viku

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19

Sigríður talar gegn hertari aðgerðum út af COVID-19