fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Jólasería úr Þriðja ríkinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. desember 2019 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er jólatréssería sem hefur fylgt fjölskyldunni mjög lengi. Hún hefur reyndar – og sem betur fer – verið löguð með tilliti til brunavarna og öryggis, en útlitið er enn hið sama og áður. Það hefur, að minnsta kosti hingað til, verið hægt að fá aukaperur í hana. Hún er í grænum kassa með dálítið fallegri jólalegri áferð.

Serían er nokkuð komin til ára sinna og kannski ætti hún helst heima á safni. Hún er keypt á fjórða áratug aldarinnar, líklega í Danmörku, það má sjá kaupverðið á kassanum, 25 danskar krónur.

Við sjáum að tegundin er Osram, það er þýskt fyrirtæki sem var stofnað 1919. Á kassanum er mynd af ljóshærðum stúlkum. Ég tel nær öruggt að serían sé framleidd í Þriðja ríkinu – sennilega á fyrstu árum þess. Hún er varla yngri en 85 ára eða svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt