fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Fjölmiðill sem blóraböggull

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. desember 2019 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir kosningarnar í Bretlandi virðast flokkarnir vera sammála um eitt – að ráðast á BBC. Úr Verkmannaflokknum heyrist hrópað að BBC hafi verið hlutdrægt og leynt og ljóst á móti Jeremy Corbyn.

Úr Íhaldsflokknum heyrast þær raddir að BBC hafi gert lítið úr Boris Johnson og ekki getað dulið andúð sína á honum.

Íhaldið vann stórsigur og ætlar nú að leggja upp í hefndarleiðangur gegn BBC. Þrengja verulega að starfseminni. Líklega getur ekkert staðið í veginum fyrir þessum áformum. Verkamannaflokkur Corbyns er í rúst – og moðfúll út í BBC.

Eins og við þekkjum á Íslandi er handhægt að kenna fjölmiðlum, og ekki síst Ríkisútvarpinu, um þegar eitthvað fer aflaga. Eða bara að slá til þeirra með einhverjum hætti. Aldrei að vita nema það virki – geti hjálpað til að drepa málum á dreif.

Við sjáum til dæmis viðbrögðin við Samherjamálinu.

BBC hefur lengi verið eitt helsta stolt Breta. Þekkt fyrir áreiðanlegar fréttir og fréttanet sem spannar alla veröldina. Og að auki framleiðslu afburða sjónvarps- og útvarpsefnis. Á vart sinn líka í veröldinni. Þangað horfa menn eftir fyrirmyndum.

Nú vilja ábyggilega einhverjir segja að ekki sé þörf á slíku í nútímanum, í heiminum sé ofgnótt af fjölmiðlaefni. En það fólk þarf þá að vera sátt við að fá sínar upplýsingar um veröldina í síbyljunni á Facebook og á bandarísku efnisveitunum sem eru að taka yfir fjölmiðlaneysluna.

Og þá er spurning hvað er orðið af menningarlegu sjálfstæði?

(Teikningin er eftir Matt og birtist í The Daily Telegraph, áréttar það sem stendur í þessum pistli.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar