fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Eyjan

Morgunblaðið: „Mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. desember 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Spillingarmál í Namibíu, sem hefur tengingar hingað til lands en þó óljósar og fjarri því upplýstar að fullu, hefur laðað fram fjölda lýðskrumara hér á landi, ekki síst úr stétt stjórnmálamanna sem hugsa gott til glóðarinnar eftir langa eyðimerkurgöngu. Í stað þess að bíða eftir að málið upplýsist eftir rannsókn yfirvalda hér og erlendis geysast þessir stjórnmálamenn fram nú og krefjast þess jafnvel að íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu verði bylt vegna spillingarmálsins í Namibíu. Þetta er auðvitað svo fjarstæðukennt að með ólíkindum er að það nái umræðu, en lýðskrumararnir eru nægilega margir og háværir til að fjarstæðan sé rædd.“

Svo segir í leiðara Morgunblaðsins í dag, þar sem leiðarahöfundur telur að Samherjamálið sé notað af lýðskrumurum til þess að hækka skatta á atvinnugreinina, þrátt fyrir að veiðigjaldið geti orðið 51% á næsta ári, af hreinum hagnaði fiskveiða:

„Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“

Þá segir leiðarahöfundur í lokin að Samherjamálið hafi valdið meira tjóni vegna lýðskrumara, en það hefði ella gert:

„Mikilvægt er að botn fáist í það mál sem upp kom í Namibíu en það þarf að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“

Útúrsnúningar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir leiðarann sjálfan vera lýðskrum:

„Það er lýðskrum að snúa út úr. Það er mjög góð ástæða fyrir því að breyta þessu galna fiskveiðistjórnunarkerfi sem er nú í gangi. Það er lýðskrum að kalla það lýðskrum án þess að rökstyðja það.

Og nei, það er ekki rökstuðningur að segja „best í heimi“ eða „ekki ríkisstyrkt“ því hvorugt stenst skoðun. Kvótinn er gefinn, sem er stuðningur, og arðurinn skiptist ójafnt, sem er ekki best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kun Aguero með COVID-19
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hart tekist á um bankasöluna í Silfrinu: „Verum ekki barnaleg“ – „Þú ert svolítið föst í fortíðinni“

Hart tekist á um bankasöluna í Silfrinu: „Verum ekki barnaleg“ – „Þú ert svolítið föst í fortíðinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill og Biggi lögga deila um mikilvægi bóluefnis fyrir Íslendinga – „Hlægilegt að ætla að slá sig til riddara góðmennskunnar“

Egill og Biggi lögga deila um mikilvægi bóluefnis fyrir Íslendinga – „Hlægilegt að ætla að slá sig til riddara góðmennskunnar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“