fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Kostnaður meiri við Friðarsúluna í ár en venjulega

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. nóvember 2019 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarkostnaður vegna Friðarsúlu Yoko Ono frá vígslu hennar árið 2007 er um 47.7 milljónir króna. Kostnaðurinn í ár nemur 5.8 milljónum króna, sem er ívið meira en á venjulega ári, þar sem setja þurfti upp nýja spegla til að gera ljósið bjartara og fallegra, samkvæmt Sigurði Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í Fréttablaðinu í dag.

Um flóknasta útilistaverk Reykjavíkur er að ræða, en það samanstendur af níu kösturum sem stilla þarf af til að geislinn verði beinn, en það er fimm manna verk.

„Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíbura­turnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“

segir Sigurður og bætir við að aldrei hafi fleiri verið við tendrunina en í ár, þegar 1.800 manns mættu í Viðey, en Yoko Ono bauð gestum upp á ókeypis siglingu.

Kostnaður frá 2007

Samkvæmt fyrirspurn Eyjunnar er ýmis viðhalds- og viðburðarkostnaður vegna Friðarsúlunnar á hverju ári.

Heildarkostnaður er 47.7 milljónir, en um 40 milljónir vegna árlegs viðhalds og viðburða.

  • 2007 – 7.8
  • 2008 – 1.8
  • 2009 – 2.5
  • 2010 – 6.7
  • 2011 –  1.0
  • 2012 –  2.0
  • 2013 –  1.2
  • 2014 –  1.5
  • 2015 –  1.7
  • 2016 – 2.6
  • 2017 – 2.2
  • 2018 – 2.2
  • 2019 – 5.8

Að auki hefur fallið til kostnaður vegna sérstakra viðburða er varða Friðarsúluna, alls 8.7 milljónir.

  • Kostnaður við beina útsendingu RÚV 2007 – 375.000
  • Heimildamynd um Yoko Ono og Friðarsúluna – 4.7
  • Tónleikar til heiðurs John Lennon 2009 – 2.2
  • Tónleikar Plastic Ono Band 2010 – 575.000
  • Sjálfsábyrgð vegna tjóns 2012 – 797.021

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði