fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hyldýpisatriði á Íslandi árið 1923

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansk filminstitut, kvikmyndastofnunin danska, hefur sett á vef sinn safn af þöglum kvikmyndum. Þar á meðal er Hadda Padda, kvikmynd sem var gerð eftir samnefndu leikriti Guðmundar Kamban árið 1923. Kamban var sjálfur leikstjóri ásamt Gunnar Robert Hansen, en í aðalhutverki var Clara Pontoppidan, sem var stórstjarna á tímanum þegar myndin var gerð.

Hadda Padda var að hluta til tekin upp á Íslandi. Þetta er ástardrama, þríhyrningur, Hrafhildur eða Hadda Padda er heitbundin sýslumannssyninum Ingólfi sem svíkur hana í tryggðum með systur hennar, Kristrúnu.. Hrafnhildur reynir í örvæntingu sinni að ná fram hefndum, það nær hámarki í lokaatriði þar sem hún hangir ofan í hyldýpi og togast á við fyrrverandi unnustan – en á endanum fellur hún ofan í gljúfrin.

Það er atriði af þeirri tegund sem nefnist cliffhanger.

Leikritið Hadda Padda vakti talsverða athygli í Danmörku þegar það var sýnt í Konunglega leikhúsinu 1914. Þá voru Íslendingar mjög að hasla sér völl í dönskum bókmenntum, Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson og svo Kamban. Þeir eru nú öllum gleymdir í Danmörku.

Útitökur á Íslandi fóru fram í Fljótshlíðinni. Clara Pontoppidan lýsti þeim þegar hún var orðin nokkuð aldurhnigin, Svend Mehling var mótleikari hennar. Þetta birtist í blaði sem nefndist Frúin árið 1963.

Myndin var frumsýnd á Íslandi í Nýja bíói 3. janúar 1923. Yfir sýningunni var mikill hátíðarbragur eins og lesa má í þessari auglýsingu sem birtist í Vísi. Þar stendur að „kvartett“ spili meðan á sýningunni stendur.

Hér má svo sjá kvikmyndina Höddu Pöddu á vef Dansk filminstitut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“