fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sjáðu hvernig rafhjól hafa breytt ferðahegðun Reykvíkinga á kostnað einkabílsins

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langtímaáhrif af tilraunaverkefni með rafhjól í Reykjavík eru jákvæð. Reykjavíkurborg lánaði sumarið 2018 íbúum rafhjól til reynslu og ári síðar höfðu 21% þátttakenda breytt ferðahegðun sinni og notuðu rafhjól til að komast til og frá vinnu, segir í tilkynningu frá borginni.

Tilgangurinn með því að lána rafhjól var að fá fram hvort þau myndu geta breytt ferðahegðun umfram aðra valkosti og gert samgöngur umhverfisvænni. Þeir sem fengu rafhjól að láni svöruðu spurningum fyrir tímabilið, meðan á því stóð og að því loknu.  Meðal annars var spurt um ferðamáta til og frá vinnu.

Lofar góðu

Kristinn J. Eysteinsson, verkefnisstjóri samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði segir niðurstöðurnar lofa góðu um breytingar.  Áður en lánstímabil hófst notuðu 85% þátttakenda í tilrauninni bíl að jafnaði til að komast til og frá vinnu. Ári síðar eða sumarið 2019 var þessi tala komin niður í 58% meðal þátttakenda.

Kristinn segist spenntur að sjá hverjar verði niðurstöður endurtekinnar tilraunar núna eftir sumarið 2019, en sami fjöldi eða 125 einstaklingar fengu rafhjól til afnota og árið áður. Niðurstöður fyrir 2019 muna liggja fyrir um mitt næsta ár.

Örugg á rafhjóli

Tilgangur þessara rannsókna er einnig að draga fram hvort innviðir vegna hjólreiða henti rafhjólum og segir Kristinn að niðurstaðan sé í  stuttu máli sú að fólk upplifi sig jafn öruggt á rafhjóli og á venjulegu hjóli.

Reykvíkingar eru áhugasamir um rafhjól, en alls bárust rúmlega þúsund umsóknir í fyrra og voru konur voru í meirihluta umsækjenda. Áhugi er einnig í flestum aldurshópum og öllum hverfum borgarinnar, auk þess sem nokkuð var um umsóknir frá íbúum nágrannasveitarfélaga.

Þátttakendur sögðust upplifa jákvæð áhrif á bæði heilsu og líðan. Þeir töldu sig líklegri til að notast við rafhjól og ólíklegri til að notast við einkabíl eftir reynslu sína af rafhjóli.

Þátttakendur voru líklegri til að nota hjól lengur fram á haust og töldu sig geta byrjað að hjóla fyrr á vorin.

Tengt efni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu