fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Styttist í lengingu fæðingarorlofs

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og var það lagt fram á Alþingi í dag.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum samkvæmt gildandi lögum í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum. Annars vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020 og hins vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar.

Tuttugu ár verða liðin frá gildistöku laganna árið 2020 og þykir tímabært að taka þau til heildarendurskoðunar. Ásmundur Einar hefur skipað nefnd í tengslum við þá endurskoðun og er gert ráð fyrir því að hægt verði að leggja fram frumvarp, byggt á störfum hennar, á haustþingi að ári.

„Það hefur lengi verið kallað eftir lengingu fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna. Hámarksgreiðslur voru hækkaðar um síðustu áramót og þykir mér virkilega ánægjulegt að sjá að lengingin sé að verða að veruleika, enda hef ég lagt ríka áherslu á hvort tveggja. Næst er að fylgja heildarendurskoðun laganna eftir,“ segir Ásmundur Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB