fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Vigdís sakar Samfylkinguna um spillingu – „Þessi tengsl eru afar afhjúpandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir að framkvæmd fyrirhugaðs risagróðurhúss í Elliðaárdal, hið svonefnda Biodome, sé umvafin spillingu, en verkefnið hefur mætt mikilli andstöðu hjá minnihlutaflokkum í borgarstjórn, ekki síst Sjálfstæðisflokknum.

Segir hún í bókun sinni á borgarstjórnarfundi í gær, að verkefnið sé keyrt áfram af offorsi og það sé hugarfóstur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Arons Leví Beck, sem hafi komið að verkefninu áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum, en hafi samt setið á fundum þegar deiliskipulag um svæðið hafi verið kynnt:

„Já það er gott að vera í sama flokki og borgarstjóri til að fá úthlutuðum gæðum,“ segir Vigdís og bætir við: „Já Samfylkingarspillingin er „góð“

segir Vigdís í færslu á samfélagsmiðlum. Hefur Aron svarað ásökunum Vigdísar þar sem hann fer yfir aðkomu sína að málinu.

Aron Leví með frá upphafi

Vigdís nefnir að Aron hafi farið fyrir verkefni sem hafi verið undanfari BioDome, áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn. Síðan hafi Samfylkingin keyrt þetta mál áfram eftir að Aron gerðist borgarfulltrúi:

„BioDome í Elliðarárdal er keyrt áfram af offorsi af meirihlutnum. Nú eru komnar skýringar á því. Einn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar ber kápuna á báðum öxlum. Hann fór fyrir verkefninu „Spor í sandinn“ árið 2015 í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og fleiri aðila. Þegar Spor í sandinn er googlað leiðir leitin viðkomandi á https://aldin-biodome.is/ sem er jú DioDome verkefnið sem meirihlutinn er að berjast fyrir að komi í Elliðaárdalinn. Þegar tímalína verkefnisins er skoðuð er alveg ljóst að borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Aron Levi Beck var með í verkefninu frá byrjun,“

segir Vigdís.

Sat fund og lagði fram bókun

Hún nefnir hinsvegar að Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafi tekið til varna fyrir Aron og bent á að Aron hafi ekki verið viðriðinn stjórnmál þegar verkefnið komst á laggirnar árið 2015.

Vigdís segir það litlu máli skipta:

„Öllu alvarlegra er að viðkomandi er í stjórnmálum núna og það í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna til að fylgja verkefninu eftir af fullum þunga. Borgarfulltrúinn vék af borgarstjórnarfundi undir umræðunum sem sannar tengsl hans við verkefnið. Það breytir því ekki að á fundi skipulags- og samgönguráðs hinn 27. júní 2018 sat borgarfulltrúinn þegar deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt og bókaði hann m.a.s. um málið. Já Samfylkingarspillingin er góð. Já Samfylkingin sér um sína. Þessi tengsl eru afar afhjúpandi en alveg í samræmi við öll spillingarmálin í Reykjavík undir stjórn borgarstjóra.“

Aron svarar

Aron brást við ásökunum Vigdísar á Facebook. Segir verkefnið gjörólíkt því sem það hafi verið í upphafi þegar hann kom að því og hann hafi vikið af öllum fundum þar sem málið bar upp, nema einum, sem honum hafi verið sagt að væri óþarfi þar sem um kynningarfund hafi verið að ræða:

„Mér finnst rétt að svara þeim ásökunum sem borgarfulltrúi Vigdís Hauksdóttir ber á mig varðandi verkefnið BioDome og deiliskipulag í Stekkjarbakka.

Árið 2015 hlaust mér sá heiður að vinna rannsókn sem styrtk var af Nýsköpunnarsjóði námsmanna fyrir fyrirtækið Spor í Sandinn. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hugmyndafræðilegar forsendur og hagkvæmni þess að mynda vistvænan klasa úr sundlaug og gróðurhvelfingum á höfuðborgarsvæðinu og hvaða breytur þarf að skoða í því sambandi á hverjum stað.

Ég var meistaranemi í skipulagsfræði og fékk þetta frábæra tækifæri til þess að vinna þessa rannsókn undir stjórn Spor í Sandinn og Eflu. Þegar minni rannsókn, sem reyndar var tilnefnd til forsetisverðlauna var lokið skildu leiðir og ekkert samstarf hefur verið í framhaldi af því.

Í hvert skipti sem þetta mál hefur verið til afgreiðslu í skipulagsráði hef ég hef vikið af fundi í nema þegar þetta mál var til kynningu á fyrsta fundi skipulagsráðs þetta kjörtímabil. Þar sagði ég öllum þeim sem sátu þann fund að ég hafi unnið þessa rannsókn og velti því fyrir mér hvort ég væri ekki vanhæfur, þar sem þetta var bara kynning reyndist svo ekki vera.

Þetta verkefni er gjör ólíkt því sem var á teikniborðinu þegar ég vann þessa rannsókn sem nemi í skipulagsfræði og sagði ég mig vanhæfann á borgarstjórnarfundi rétt í þessu meðan þetta mál stóð yfir. Ég var ekki í Samfylkingunni á þessum tíma en sú ganga ganga hófst 3. febrúar 2016. Þá sendi ég skilaboð til borgarstjóra á twitter þar sem ég spyr hvort það sé ekki eitthvað borgarfélag starfandi hjá Samfylkingunni og hvernig ég geti tekið þátt.“

 

Tímalínan

Vigdís birtir síðan skýringarmynd með tímalínu verkefnisins:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“

Ásdís segir grein stjórnarandstæðings sé ekki til sóma – „Segja rétt frá í stað þess snúa sannleikanum á hvolf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál